Kaffi Catalína

1. maí - Fögnum saman!

Það líður senn að 1. maí  takið daginn frá.

Að því tilefni bjóðum við til kaffiboðs og baráttufundar á Catalínu í Hamraborg á sunnudaginn frá 15-17.

Öll velkomin!

Þessi dagur og allar þær aðgerðir og andi sem honum hefur fylgt í gegnum tíðina hefur svo sannarlega fært okkur gæfu og velsæld. Hann hefur hreinlega fært okkur það Ísland sem við þekkjum í dag 

1. maí hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna, með okkur jafnaðarmönnum. Það hlutverk að koma hugsjóninni um jöfn tækifæri og velsæld fyrir alla í framkvæmd 

Fagnaðu með okkur á baráttudegi verkalýðsins.

Kaffiveitingar og baráttuandi á kaffi Catalínu í Hamraborg frá 15-17 - Öll hjartanlega velkomin!

  • Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ heldur eldræðu.
  • Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mætir og heldur tölu.
  • Kristín Sævarsdóttir okkar, stýrir fundi.

Við hlökkum til að sjá ykkur,
Samfylkingin í Kópavogi