Erlendur Geirdal - 2. - 3. sæti

Ég heiti Erlendur Geirdal og hef átt heima í Kópavogi síðan 1994.

Ég er fæddist á Patreksfirði 1963 en ólst upp í Grímsey. Flutti þaðan til Reykjavíkur 18 ára og hef  búið á höfuðborgarsvæðinu síðan, að frátöldum þeim fjórum árum sem við fjölskyldan bjuggum í Kaupmannahöfn þar sem ég nam tæknifræði. Sem unglingur var ég til sjós á smábátum fyrir norðan en lærði rafeindavirkjun og vann hjá Pósti og síma eftir að ég flutti suður. Eftir heimkomu frá Danmörku vann ég lengst af við tölvu- og netþjónustu en starfa nú hjá tæknifyrirtækinu Teledyne Gavia í Kópavogi. 

Ég er kvæntur Kolbrúnu Matthíasdóttur sjúkraliða og við eigum dæturnar Unni Sif og Magneu Rún og tvö barnabörn.

Ég er mikill náttúrunnandi og stunda fjallgöngur mér til heilsubótar.

Undanfarin 12 ár hef ég tekið virkan þátt í starfi Samfylkingarfélagsins í Kópavogi og sat um tíma í stjórn þess. Þá hef ég starfað sem fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndum og ráðum bæjarins. Það eru hafnarstjórn, jafnréttis- og mannréttindaráð, umhverfis- og samgöngunefnd og nú síðast menntaráð.

Mín helstu áherslumál eru:

  • Velferð ungs fólks og barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar undir eru húsnæðismál, leik- og grunnskólar.
  • Umhverfis- og loftslagsmál. Að tekið sé mið af stærsta viðfangsefni samtímans við allt skipulag, áætlanir og ákvarðanatöku á vegum bæjarins.
  • Atvinnuuppbygging og nýsköpun með það að markmiði að skapa áhugaverð störf í bænum.
  • Að búa vel að öllum samfélagshópum og jafna tækifærin.
  • Bættar samgöngur með áherslu á vistvæna og heilsusamlega ferðahætti.

Ég býð mig fram í 2. - 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi flokksvali.