Framboð í sáttanefnd

  • Valgerður Halldórsdóttir Félags- og fjölskylduráðgjafi, sáttamaður. Ágreiningur getur verið drifkraftur jákvæðra breytinga, sé tekist er á við hann á uppbyggilegan máta, leitað sátta og lausna. Ég starfa sem sáttamaður og er tilbúin til að bjóða fram krafta mína á þessum vettvangi.
  • Björn Þór Rögnvaldsson Ég er Kópavogsbúi, uppalinn á Skjólbrautinni og lögfræðingur að mennt. Ég hef sinnt ýmsum lögfræðistörfum, m.a. hjá sýslumönnum, hjá lögreglustjóra, í stjórnsýslunni og á lögmannsstofu og nú starfa ég sem lögmaður hjá Vinnueftirlitinu. Hef ég sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna m.a. í tengslum við kosningar, flokksval og uppstillingu og er nú ritari stjórna Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ég þekki því vel til laga og reglna er gilda um Samfylkinguna og hef reynslu af lausn lagalegs álitaefnis, einnig hef ég víðtæka þekkingu á vinnuvernd og þeim reglum er gilda um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í gegnum starf mitt hjá Vinnueftirlitinu. Ég tel mig því búa yfir þeirri þekkingu og reynslu sem nauðsynlegt er að nefndarmaður í sáttanefnd Samfylkingarinnar búi yfir og óska því eftir stuðningi þínum.
  • Þóra Jónsdóttir Ég starfa á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og hef gert undanfarin 4 ár. Á ævi minni hef unnið ýmis störf þar sem skoða þarf öll gögn í málinu og draga saman niðurstöður. Í núverandi starfi sinni ég gæðamálum, verkferlum og innra eftirliti, ásamt því að afgreiða endurupptökubeiðnir vegna umferðarlagabrota og stöðubrota. Hæfileikar mínir liggja helst í því að geta rýnt allar hliðar á málum og komast að niðurstöðu. Best finnst mér að vinna í samstilltum hópi.
  • Ragnheidur Guðrún Sigurjonsdottir
  • Oddur Sigurðarson