Ríkisstjórn Katrínar sýnir sitt rétta andlit
Rétt fyrir jól hafnaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur öllum breytingartillögum Samfylkingarinnar við fjárlög 2018, þær voru:
- 5 milljarðar kr. í barna- og vaxtabótakerfið og 2 milljarðar verði settir í stofnframlög til almennrar íbúða
- Engar viðbótarfjárveitingar eru settar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál sé m.v. frumvarp síðusu ríkisstjórnar
- 3 milljarðar kr. renni til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, 500 milljónir til heilbrigðisstofnanna og 400 milljónir til heilsugæslunnar.
- Sveltistefna gagnvart heilbrigðiskerfinu heldur áfram, en nú í boði Vinstri grænna. Landspítalann vantar tæplega 3 milljarða einungis til að halda í horfinu og að óbreyttu mun þjónusta spítalans versna. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þá fá hjúkrunarheimili beinlínis lækkun á milli ára.
- 1,5 milljarður kr. fari til aldraðra
- Félög eldri borgara hafa hafa lýst vonbrigðum sínum, sérstaklega með stöðu þeirra sem lægstu tekjurnar hafa
- 3 milljarðar kr. til öryrkja
- ÖBÍ hefur lýst vonbrigðum og kallar eftir meiri aðgerðum.
- 400 milljónir kr. til framhaldsskólanna
- Framhaldsskólastigið býr enn við talsverða fjárhagserfiðleika og leggur Samfylkingin til að það fái tvöfalt meira en það sem ríkisstjórnin leggur til eða 400 milljónir króna.
- 1 milljarður kr. í samgöngumál
- 50% hækkun á því nýja fjármagni sem ríkisstjórnin og fjárlaganefnd leggja til samgöngumál.
- 1 milljarður kr. fari í stórsókn gegn kynofbeldi
- einungis einn fimmti þeirra fjárhæðar er að finna í fjárlagafrumvarpinu til styðja betur við þolendur kynbundins ofbeldis og fjölga lögreglumönnum.
- 350 milljónir kr. til þess að afnema bókaskattinn (vsk af bókum)
Um er að ræða viðbótar fjárfestingu sem nemur 18 milljörðum. Það er lægri upphæð en ný ríkisstjórn afsalar sér í tekjur með lægri kolefnisgjöldum (2 milljarðar kr), minni álögum á ferðamenn (18 milljarðar skv. ASÍ) og bílaleigum (1,5 milljarðar kr.).
Öllum þessum breytingum Samfylkingarinnar sem snúast fyrst og fremst um aukin jöfnuð og að styðja við þau sem lakast standa var hafnað við 2. umræðu fjárlaga fyrir árið 2018 þann 22. desember sl.
Fjárlagafrumvarpið ber vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Langflestir hagsmunaaðilar sem komu á fund fjárlaganefndar lýstu yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þetta fjárlagafrumvarp er borið saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á milli frumvarpa. Í meðförum fjárlaganefndar tók frumvarpið aðeins 0,2% breytingum og því er fjárlagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur eingöngu 2,2% frábrugðið fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.