Spennandi og skýr sýn á framtíðina

„Matarmenning okkar er að breytast,“ segir Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Heiða Björg stýrði hópi um matarstefnu borgarinnar sem samþykkt var í fyrra og segir að með stefnunni hafi verið miðað að því að auka val grunnskólabarna og annarra sem fá mat frá borginni og bjóða upp á grænmetisfæði ásamt kjöt- og fiskréttum. Ekki standi til að taka kjöt út en að sjálfsögðu minnki hlutfall kjötneyslunnar eftir því sem fleiri velji grænmetisfæði.

Heiða segir mikilvægt að maturinn sé hollur, fjölbreyttur og matreiddur nálægt þeim sem neytir matarins. Þá er aukin áhersla á grænmetisfæði og unnið markvisst gegn matarsóun í borginni allri.

Spennndi og nálæg

Heiða segir að matarmenning eigi að vera spennandi og nálæg fólki í daglegu lífi þess. Matur sé stórmál og gæði við framleiðslu hans snerti fólk á margvíslegan hátt. Á vegum borgarinnar séu framleiddar 7,7 milljónir máltíða á ári og bornar fram fyrir leik- og grunnskólabörn, starfsfólk borgarinnar, aldraðra svo einhverjir séu nefndir. Matur sé því sannarlega mikilvægur þáttur í starfsemi borgarinnar og nauðsynlegt sé hafa skýra framtíðarsýn í jafn mikilvægu máli sem tekur til hollustu, gæða, sjálfbærni og rekstarlegra þátta. Framboð eigi að vera á matvælum sem er framleiddar eru af virðingu við bæði landið, fólkið sem kemur að framleiðslunni og svo fólkið sem neytir.

 

Auðveldara með nálgast hollan mat

,,Undanfarin ár hafa áhrif matar á lýðheilsu, sjálfbærni og loftslagsmál orðið flestum ljós og ljóst er að við verðum að endurskoða hvernig við framleiðum, borðum og nýtum mat. Reykjavíkurborg getur gert margt til að stuðla að því að íbúar eigi auðveldara með að nálgast hollan mat og tileinki sér sjálfbæran lífsstíl og það viljum við gera,” segir Heiða Björg.

Óhætt er að fullyrða að fáir hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á málefninu en Heiða og til gamans má nefna að hún er næringarráðgjafi og næringarrekstarfræðingur að mennt, er í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna og fyrrverandi formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands auk þess sem hún starfaði sem deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala áður en hún tók sæti í borgarstjórn.

 

Framtíðarsýn í stórpólitísku máli

Við gerð matarstefnunnar var stuðst við „Food Smart Cities for Development Recommendations and Good Practices“ sem byggir á „Milan Urban Food Policy Pact“ sem yfir 130 borgir í Evrópu hafa skrifað undir.

Stefnuna má skoða í heild hér og í henni segir meðal annars:

„Borgin getur haft áhrif á mat og neysluvenjur með ýmsum hætti; með þeim máltíðum sem framleiddar eru á vegum borgarinnar og bornar fram fyrir þjónustuþega og starfsfólk, hvernig landbúnaður, veitingastaðir og matvörubúðir er hugsuð í skipulagi og hvernig borgin getur almennt orðið hvati og hreyfiafl til betri og sjálfbærari meðhöndlunar á mat.“

Sem sagt matur er stórpólitískt mál og við í Samfylkingunni erum sannarlega heppin að eiga kjörna fulltrúa með þekkingu og skýra framtíðarsýn í jafn mikilvægu máli.