Frumvarp um að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga

Formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson, mælti í dag fyrir frumvarpi Samfylkingarinnar þess efnis að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga sem undirritaðir voru á síðasta misseri. Um stórt réttlætismál er að ræða og mun þingflokkur Samfylkingarinnar þrýsta á að frumvarpið verði samþykkt.

Með frumvarpinu er lagt til að elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki í skrefum og nái 390 þúsund kr. árið 2022 líkt og lágmarkslaun. 

„Þegar stór orð á við Lífskjarasamningur eru notuð, þarf að tryggja að hann þýði sómasamleg lífskjör fyrir alla þá hópa sem setið hafa eftir. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál” (Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar). 

Í frumvarpi Samfylkingarinnar er lagt til að lægstu laun hækki samkvæmt kjarasamningum upp í 317.000 kr á mánuði frá 1. apríl 2019 afturvirkt og hækki um 24.000 kr. til viðbótar 1. apríl árið 2020. Einnig er áréttað að dregið verði úr ósanngjörnum tekjuskerðingum.

Ljóst er að stór hópur aldraðra og öryrkja býr við fátækt. Tæplega fjórðungur öryrkja býr við skort á efnislegum gæðum samkvæmt nýjustu rannsóknum Hagstofu Íslands. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar mun bilið á milli þeirra verst settu og hinna, stækka til muna.

Frumvarpið má lesa í heild sinni hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0006.html