Fjárfestum í framtíðinni og verjum velferðina

Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi í morgun 13 breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 upp á 20 milljarða. Tillögur Samfylkingarinnar eru að öllu leyti fjármagnaðar.

Fjárlagafrumvarpið opinberar vanmátt ríkisstjórnarinnar til að takast á við ójöfnuð annars vegar og framtíðina hins vegar. Félagslegir innviðir samfélagsins eru vanræktir, heilbrigðisstofnanir og framhaldsskólar fá raunlækkanir og barnafólk og örykjar skildir eftir. Í stað þess að styrkja tekjustofna í efnahagsuppgangi og búa í haginn er nú gerð aðhaldskrafa á opinbera grunnþjónustu. Samfylkingin lýsir þar að auki yfir vonbrigðum með metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en einungis 2% af fjárlögum er ráðstafað í umhverfismál.

„Við leggjum til breytingar til að gera fjárlögin framsæknari. Tillögurnar snúa annars vegar að því að sækja fram; á sviði menntunar, nýsköpunar og í loftslagsmálum. Hins vegar snúa þær að því að verja velferð almennings; barnafjölskyldur, heilbrigðisþjónustu og þau sem standa höllum fæti“ – Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

 

Framtíðarsamfélag: Breytingartillögur upp á 10 milljarða til að sækja fram á sviði menntunar, nýsköpunar og loftslagsbreytinga.

 1.     Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum: 4 milljarðar
 2.     Menntun: 3 milljarðar
 3. Háskólar (m.a. HÍ, LHÍ, HR, Bifröst og HA) 2 milljarðar.
 4. Framhaldsskólar 1 milljarður.
 5.     Rannsóknir og þróun: 1 milljarður
  1. Áhersla á Tækniþróunarsjóð, Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð.
 1.     Nýsköpun og skapandi greinar: 1 milljarður
  1. Endurgreiðsla rannsóknar og þróunarkostnaðar fyrirtækja um 700 milljónir.
 2. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar um 300 milljónir.
 3.     Almenningssamgöngur: 1 milljarður

Velferðarsamfélag: Breytingartillögur upp á 10 milljarða til að verja velferðina.

 1.     Barnafjölskyldur: 2 milljarðar kr.
  1. Helmingi meiri aukning í barnabætur.
  2. Lengingu fæðingarorlofs flýtt.
 2.     Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri: 2 milljarðar kr.
 3.     Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni: 600 milljónir
 4.     Hjúkrunarheimili: 800 milljónir kr.
 5.   Málefni aldraðra: 2 milljarðar
 6.   Málefni öryrkja: 2 milljarðar
  1. Þessi upphæð er tvöfalt hærri en sú viðbót sem ríkisstjórnin ver til öryrkja.
 7.   Löggæsla: 400 milljónir
  1. Þessi upphæð er sama upphæð og fyrirhugaður niðurskurður ríkisstjórnarinnar til almennrar löggæslu.
 8.   Framlög til SÁÁ: 200 milljónir
  1.      Til að eyða biðlistum sem hafa aldrei verið lengri.

Tillögurnar, sem telja 20 milljarða kr. breytingu, yrðu fjármagnaðar m.a. með auknum tekjum af fiskveiðiauðlindinni (4ma), tekjutengdum auðlegðarskatti (6ma), kolefnisgjaldi (1ma), hækkun fjármagnstekjuskatts (4ma) og skattaeftirliti (5ma).