Birting í borginni

Skúli Helgason, borgarfulltrúi

Árið 2020 hefur litast af CO­VID-far­aldrinum sem hefur hvarvetna valdið þungum skakka­föllum. Skóla­fólk hefur leyst úr flókinni stöðu og víða nýtt tæki­færi til að flýta för inn í staf­rænan heim þrátt fyrir þröngan kost.

Skúli Helgason Borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs

Í gær­kvöld sam­þykkti borgar­stjórn fjár­hags­á­ætlun þar sem við boðum stór skref í inn­leiðingu staf­rænnar tækni. Á næstu þremur árum verður 733 milljónum króna varið í bættan tölvu­kost nem­enda og starfs­fólks grunn­skóla, leik­skóla og frí­stunda­starfs og kennslu­fræði­legan stuðning. Með þessu verður öllum nem­endum á ung­linga­stigi grunn­skóla borgarinnar tryggð tölva til eigin nota í skólanum og að auki öllum nem­endum með sér­þarfir í öllum ár­göngum grunn­skólans. Síðast en ekki síst verður lögð mun meiri á­hersla á kennslu­fræði­lega ráð­gjöf og stuðning til að aukinn tækja­kostur nýtist sem skyldi við að breyta kennslu­háttum í takt við staf­rænan veru­leika. Með þessu leggjum við grunn að því að frum­kvöðla­starf fag­fólks í skólum eins og Lang­holts­skóla og Dals­kóla sem hlutu Ís­lensku mennta­verð­launin á dögunum nýtist nem­endum á jafn­ræðis­grund­velli í öllum ung­linga­deildum grunn­skólanna og síðar á yngri stigum.

Við sam­þykktum annað stór­mál í gær með veru­legri hækkun fram­laga til ís­lensku­kennslu barna með annað móður­mál en ís­lensku.

Þessi börn standa oftast jafn­öldrum sínum tals­vert að baki í ís­lensku­kunn­áttu og það bil þarf að brúa. Þess vegna munum við hækka fram­lög til ís­lensku­kennslu þessara nem­enda um 144 milljónir króna, eða rúm­lega þriðjung, sem renna munu bæði til aukinnar og mark­vissari ís­lensku­kennslu en líka til að efla kennslu­fræði­legan stuðning og bæta mat á náms­legri stöðu barnanna. Það mat verður for­senda ein­stak­lings­á­ætlana sem eru lykillinn að því að við­komandi börn taki fram­förum. Við leggjum sér­staka á­herslu á að tryggja nýjum nem­endum af er­lendum upp­runa mark­vissa ís­lensku­kennslu og hafa það nám í sér­stökum for­gangi fyrstu mánuði þeirra í grunn­skólanum.

Jöfn tæki­færi barna eru grund­vallar­mark­mið okkar í mennta­málum og með þessum að­gerðum stígum við stórt skref í átt að settu marki.