Reykja­vík 2040

Ímyndum okkur að árið 2040 sé runnið upp. Hvernig er um­horfs í borginni - hvernig er lífið?

Auð­vitað vitum við það ekki ná­kvæm­lega en við reiknum með að mann­fjölda­spár Hag­stofunnar séu nokkurn veginn réttar. Þar með vitum við í stórum dráttum hvað þarf að byggja mikið af í­búðar­hús­næði og at­vinnu­hús­næði til ársins 2040. Við viljum að byggðin mótist af vist­vænni þéttingar­stefnu næstu tvo ára­tugina og að sátt­málar um lofts­lags­mál, sam­göngu­mál og hús­næðis­mál haldi gildi sínu. Borgar­lína verður orðin að veru­leika ef við höldum vel á spöðunum. Við teljum ein­sýnt að um­hverfis­mál, og lýð­heilsa fái alltaf meira og meira vægi í út­færslu borgar­skipu­lagsins en til þess þarf fram­tíðar­sýnin að vera skýr.

Nú er unnið að nýjum við­auka við Aðal­skipu­lag Reykja­víkur – en hann felur í sér endur­skoðun á stefnu um í­búða­byggð og blandaða byggð og fram­lengingu aðal­skipu­lagsins til 2040. Við tökum undir okkur stökk til ársins 2040.

Líf­væn­legasta borgin

Enn og aftur er Reykja­vík í efstu sætum á lífs­gæða­listum borga sem al­þjóð­leg ráð­gjafa­fyrir­tæki gefa út. Ljóst er að aukin á­hersla á um­hverfis­mál, vist­vænar sam­göngur, lýð­heilsu, öryggi og tæki­færi til úti­vistar og hreyfingar skapar Reykja­vík sterka stöðu á slíkum listum. Byggt hefur verið upp metnaðar­fullt hjóla­stíga­kerfi sem tengir höfuð­borgar­svæðið saman með þétt­ofnu neti góðra stíga en stígarnir liggja líka út í ó­byggða náttúru utan borgar­markanna. Reykja­vík er hjóla­borg á heims­mæli­kvarða. Þrjár nýjar sund­laugar, auk yl­strandanna við Naut­hóls­vík, Köllunar­klett og í Gufu­nesi, þykja lýsandi dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysj­óttu veður­fari byrginn með hug­vitsam­legri nýtingu jarð­varmans. Margt fleira kemur til. Bíla­stæðum í landi borgarinnar hefur verið mark­visst fækkað og þau tekin undir fjöl­breytt og gróður­sæl svæði til al­mennings­nota. Mengun af manna­völdum er sama og engin og borgin er kol­efnis­hlut­laus. Hér þykir gott að ala upp börn enda eru hér góðir skólar og fram­sækin mennta­stefna. Borgin er eftir­sótt af lista­fólki og hér er öflugt þekkingar- og ný­sköpunar­sam­fé­lag. Auk þess er til þess tekið að fólk af er­lendu bergi brotið, sem er hlut­falls­lega margt, eigi auð­velt með að að­laga sig sam­fé­laginu og sam­fé­lagið sig að þeim.

Borgar­línu­stöðvar tengja saman blóm­lega byggð

Borgar­línan er komin á fullt skrið. Hún rann af stað fyrir 16 árum og tengir nú saman allt höfuð­borgar­svæðið. Vagnar nema staðar á borgar­línu­stöðvum á nokkurra mínútna fresti og við sjáum á skjá við hverja stöð hve­nær von er á næsta vagni – og við tökum því sem sjálf­sögðum hlut. Hjóla­stólar og barna­vagnar komast greið­lega inn og út úr vögnum á borgar­línu­stöðvunum og að­gengi er fyrir alla.

Árið 2040 eru stöðvar Borgar­línu við Krossa­mýrar­torg, BSÍ og Hlemm vin­sælir við­komu­staðir og iða af mann­lífi. Þar sem áður var iðnaðar­svæði við Ár­túns­höfða er nú blóm­leg í­búða­byggð, verslun og þjónusta. Við Voga­byggð er Sæ­braut komin í stokk sem tengir saman byggð beggja vegna götunnar. Mikla­braut er einnig komin í stokk og í stað um­ferðarniðs og mengunar eru nú að­eins vist­vænar sam­göngur á yfir­borði. Hrað­braut sker ekki lengur hverfin í sundur. Borgar­línan fer um HR-svæðið og eftir Foss­vogs­brú yfir á Kárs­nesið. Línan tengir saman mið­bæ Reykja­víkur við Kópa­vog, Mos­fells­bæ, Hafnar­fjörð og Garða­bæ. Við skjótumst nú á milli sveitar­fé­laga án þess að þurfa að setjast upp í bíl og keyra, án þess að eyða pening í mengandi elds­neyti til að komast leiðar okkar eins og gert var í gamla daga.

20.000 í­búðir

Um 1.000 í­búðir hafa verið byggðar í Reykja­vík á ári síðast­liðin 20 ár, alls um 20.000 í­búðir. Vaxtar­mörk borgarinnar eins og þau voru skil­greind fyrir aldar­fjórðungi hafa verið virt. Byggðin hefur þést á vist­vænum for­sendum. Fyrst og fremst hefur verið byggt á illa nýttum og þegar röskuðum svæðum. Á­hersla hefur verið lögð á að þessi nýja byggð sé í sem bestum tengslum við Borgar­línuna, en á síðustu 20 árum hafa yfir 80% nýrra í­búða verið innan á­hrifa­svæðis hennar.

Orðið hús­næði felur í sér fyrir­heit um skjól. Tekist hefur að skapa fjöl­breytt borgar­hverfi þar sem allir fé­lags­hópar hafa tæki­færi til bú­setu. Fjórðungur nýja hús­næðisins er á vegum hús­næðis­fé­laga sem ekki eru rekin í hagnaðar­skyni.

Fram­tíðar­sýn fyrir Reykja­vík

Til þess að að­gerðir okkar skili árangri þarf skýra fram­tíðar­sýn. Sú sýn er sett fram í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur til ársins 2040. Við hvetjum borgar­búa til þess að kynna sér hana og þau leiðar­ljós sem vísa okkur leið inn í fram­tíðina.

Greinin birtist á frettabladid.is 16. febrúar.