Við höfum verk að vinna

Helga Vala fréttabanner

Þetta ár hef­ur reynt á sam­stöðu þjóðar, reynt á nátt­úr­una og sam­fé­lög um all­an heim. En það hef­ur líka reynt á póli­tík­ina, á Alþingi og rík­is­stjórn sem oft og tíðum hef­ur verið býsna ósam­stiga, sér í lagi í stór­um og mik­il­væg­um verk­efn­um er varða framtíð þjóðar­inn­ar.

Helga Vala Helgadóttir Þingmaður

Þetta var árið þar sem for­svars­fólk Vinstri grænna tók ákvörðun um að breyta ís­lenskri póli­tík. Sum­um þar inn­an­búðar kann að þykja það sér­stök veg­semd en fyr­ir þau okk­ar sem hafa meiri framtíðar­sýn fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag en það eitt að breyta flokkapóli­tík­inni var þetta árið þar sem stigið var skref til baka en ekki til framþró­un­ar. Þessi breyt­ing birt­ist í áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna við Sjálf­stæðis­flokk sem starfar á hægri væng ís­lenskra stjórn­mála og stend­ur fyr­ir frjáls­hyggju en ekki fé­lags­hyggju.

Það er því rétt sem einn stofn­enda og fyrr­ver­andi ráðherra Vinstri grænna, Ögmund­ur Jónas­son, seg­ir í ný­út­kom­inni bók sinni, að rétt­ast væri að Vinstri græn breyttu nafni sínu þannig að þau tækju út orðin vinstri og græn, því hvort tveggja hef­ur fengið að víkja fyr­ir hinum svo­kallaða póli­tíska stöðug­leika sem leiðir ekki til framþró­un­ar ís­lensks sam­fé­lags held­ur stöðnun­ar. Stóru mál­in sem Vinstri græn voru stofnuð um, sem skiptu að sögn þeirra sköp­um um þátt­töku flokks­ins í síðustu rík­is­stjórn, hafa nú verið færð öðrum flokk­um fyr­ir það eitt að leiðtogi flokks­ins fái áfram að sitja í stjórn­ar­ráðinu. Meint af­sök­un stjórn­ar­sam­starfs­ins á síðasta kjör­tíma­bili, að hér hafi ríkt stjórn­ar­kreppa, er ræki­lega hrak­in með áfram­hald­andi sam­starfi við íhaldið. Þetta var eng­in stjórn­ar­kreppa og það vissu þau vel sem inn­an stjórn­mál­anna störfuðu, enda var ásetn­ing­ur for­svars­manna Vinstri grænna ætíð sá að kom­ast nú loks í sam­starf með fyr­ir­heitna flokkn­um í Val­höll. Eft­ir sit­ur fé­lags­hyggju­fólk, sem hugs­ar og starfar frá miðju til vinstri, og klór­ar sér í koll­in­um yfir því hvað hafi orðið um metnaðinn og stóru orðin.

Lang­stærsta verk­efni stjórn­mál­anna er ekki að viðhalda póli­tísk­um stöðug­leika held­ur sam­fé­lags­legri vel­ferð. Þeim sam­fé­lög­um sem leggja áherslu á jöfnuð farn­ast best. Það næst aðeins með al­vöru aðgerðum þar sem tekj­um og út­gjöld­um rík­is­ins er beitt með jöfnuð að leiðarljósi. Þá verðum við án taf­ar að bregðast við stærstu heilsu­far­svá sam­tím­ans, geðræn­um áskor­un­um, sem varað var við að myndu aukast í heims­far­aldri. Þar duga eng­in smá­skref og því slæmt að ekki fékkst samþykki stjórn­ar­liða fyr­ir til­lög­um sam­stiga stjórn­ar­and­stöðu við af­greiðslu fjár­laga um að fjár­magna niður­greiðslu sál­fræðiþjón­ustu. Geðheil­brigði verður að njóta for­gangs næstu miss­eri og við get­um gert þar brag­ar­bót með sam­stöðu stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu. Þar höf­um við verk að vinna og skul­um gera þetta sam­an.