Mikið í húfi

Logi, strætó

Hvar sem maður fer um finnur maður að það er hugur í jafn­að­ar­mönn­um. Banka­sölu­hneykslið rifj­aði ræki­lega upp fyrir fólki vinnu­brögð og stjórn­ar­hætti Sjálf­stæð­is­manna sem leiddu á sínum tíma til hruns efna­hags­lífs­ins. Þegar sá flokkur ræður för er meira hugsað um hag útval­inna en almanna­hag, reglur um verk­lag eru sveigðar eða hrein­lega brotn­ar.

Logi Einarsson Formaður Samfylkingarinnar

Í banka­söl­unni var afsláttur ætl­aður fáum stórum lang­tíma­fjár­festum veittur mörgum litlum og sér­völdum skyndigróða­fjár­fest­um, sem meðal ann­ars komu úr hópi þeirra sem sáu um söl­una og fengu fyrir 700 millj­ón­ir. Svona eru vinnu­brögðin á vakt Sjálf­stæð­is­manna.

Það sem sam­einar

Og það er kraftur í Sam­fylk­ing­ar­fólki alls stað­ar. Það er næstum áþreif­an­legt. Flokk­ur­inn býður fram um allt land, víð­ast hvar undir eigin merkjum en sums staðar í sam­vinnu við aðra flokka og óháða sem hafa svipuð við­horf og félags­legar áhersl­ur.

Víða er Sam­fylk­ingin í stjórn bæj­ar­fé­laga, ann­ars staðar í minni­hluta, og alls staðar eru átaka­lín­urnar þær sömu. Þar sem Sam­fylk­ingin er sterk er traustur meiri­hluti félags­hyggju­flokka en þar sem hún er ekki jafn sterk myndar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn meiri­hluta, stundum með þeim flokkum sem keppa við Sam­fylk­ing­una um atkvæði félags­lega sinn­aðra kjós­enda.

Oft er spurt: hver er eig­in­lega mun­ur­inn á Sam­fylk­ing­unni og öðrum félags­hyggju­flokkum sem hafa svip­aðan mál­flutn­ing í mörgum helstu deilu­mál­um? Þegar að er gáð kemur í ljós alls konar áherslu­munur í ein­stökum mál­um, en helsti mun­ur­inn liggur að mínu viti í sjálfu erindi flokks­ins. Aðrir flokkar frá miðju til vinstri voru stofn­aðir utan um áherslu á ein­hverja sér­stöðu, það sem aðgreini flokk­inn frá öðr­um. Sam­fylk­ingin var stofnuð til að sam­eina jafn­að­ar­menn. Hún er ekki stofnuð kringum sér­stöðu, heldur sam­stöðu. Hún er ekki stofnuð til að sundra heldur til að sam­eina.

Í Sam­fylk­ing­unni ríkir hefð fyrir því að rök­ræða um alls konar mál, og stundum er þar tek­ist hressi­lega á eins og heil­brigt og eðli­legt er í stórum flokki með hug­sjóna­ríku fólki, en um leið sam­ein­umst við öll um hina stóru og miklu hug­sjón jafn­að­ar­stefn­unnar um frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu. Við viljum að jafn­að­ar­stefnan sé alltaf og alls staðar lögð til grund­vall­ar. Um það sam­ein­umst við.

Umgjörð dag­legs lífs

Sveit­ar­stjórn­ar­málin snú­ast um dag­legt líf okkar og umgjörð þess. Þau snú­ast um börnin og gamla fólk­ið, þjón­ustu við fatl­aða og umönnun þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau snú­ast um skóla og vel­ferð­ar­þjón­ustu – en líka um sorp­hirðu, frá­veitu­mál og göngu­stíga, snjó­ruðn­ing og gatna­gerð. Þau snú­ast um menn­ingu og listir og íþrótta­starf. Þau snú­ast um hús­næð­is­mál, skipu­lag og almenn­ings­sam­göngur sem virka, bæði til að stand­ast lofts­lags­mark­mið og til að skapa raun­hæfan kost fyrir fólk sem ekki hefur tök eða áhuga á að reka bíl með ærnum til­kostn­aði, hvað þá marga bíla.

Sveita­stjórn­ar­málin snú­ast þannig um alls konar verk­efni í nær­sam­fé­lag­inu sem tryggja öllum íbúum til­tekið þjón­ustu­stig og vel­ferð sem við viljum hafa í lagi. Hver staður hefur sín sér­stöku úrlausn­ar­efni og ágrein­ingur virð­ist stundum lít­ill milli flokk­ana um lausn þeirra. En þegar að er gáð er sam­spil lands­mála og sveit­ar­stjórn­ar­mál­anna meira en við gerum okkur stundum grein fyr­ir. Ríkið hefur til­hneig­ingu til að hlaða verk­efnum á sveita­stjórnir án þess að fjár­magn eða tekju­stofnar fylgi. Ríkið hefur ekki fjár­magnað heil­brigð­is­kerfið eins og því ber, þjón­usta við fatl­aða er veru­lega van­fjár­mögnuð og allt bitnar þetta á sveita­stjórn­ar­stig­inu. Það eru miklar brotala­mir á hús­næð­is­kerf­inu, bæði hvað varðar fram­boð og fjár­mögn­un, en til­raunir til að kenna stjórn stærsta sveit­ar­fé­lags­ins um gjörvallan hús­næð­is­vand­ann eru frá­leit­ar.

Nú er mikið í húfi. Þessar kosn­ingar eru mjög mik­il­vægt tæki­færi fyrir kjós­endur að kjósa gegn fjár­mála­spill­ingu, gróða­væð­ingu inn­viða og sér­hags­muna­gæslu – en með félags­legum áhersl­um, umhverf­is­vit­und, virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og öðrum grund­vall­ar­gildum jafn­að­ar­stefn­unn­ar.

Greinin birtis í Kjarnanum 11. maí 2022.