Stjórn án á­byrgðar

Logi

Verð­bólgan er aftur á upp­leið. Vextir hækka í kjöl­farið eins og við vitum.

Logi Einarsson Þingflokksformaður

Hvað er til ráða? Hefur ríkis­stjórnin ein­hverja stjórn á þróun efna­hags­mála? Og ber hún þá ein­hverja á­byrgð í bar­áttunni við verð­bólguna – eða er ríkis­stjórnin eins og hver annar á­horf­andi í efna­hags­lífi þjóðarinnar?

Þetta ræddum við á Al­þingi í vikunni. For­sætis­ráð­herra benti á Seðla­bankann og vísaði á­byrgðinni á bar­áttunni við verð­bólguna þangað. For­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar benti á fólkið í landinu og sagði að al­menningur væri því miður að „eyða of miklu“.

Hvers konar for­ystu­leysi er þetta? Þau tala eins á­horf­endur án á­byrgðar en ekki eins og stjórn­endur. Stað­reyndin er sú að ríkis­stjórnin er á harða­hlaupum undan eigin á­byrgð á stjórn efna­hags­mála. Það dugar ekki að lýsa á­hyggjum af stöðunni. Nú þurfum við ríkis­stjórn sem lýsir á­ætlun út úr stöðunni.

Ríkis­stjórnin hefur ekkert plan

Eða hvert er planið? Það er ekkert plan. Ríkis­stjórnin hefur ekki sett fram neina stefnu eða neitt plan um það hvernig á að taka á vaxandi verð­bólgu. Stefnu­leysið er al­gjört og árangurinn eftir því.

Við getum rifjað upp það sem ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar sögðu við kynningu fjár­laga síðasta haust. Það var sagt að fjár­lögin myndu vinna gegn verð­bólgu. En hvaða að­gerðir var ráðist í? Jú, fram­lög til stjórn­mála­flokka voru lækkuð lítil­lega og skila­gjald á ein­nota drykkja­rum­búðum var fryst, eins og frægt varð. Þetta hefur auð­vitað engin á­hrif í þjóð­hags­legu sam­hengi. Mikil­vægum fjár­festingum var frestað og loks voru öll krónu­tölu­gjöld ríkisins skrúfuð al­gjör­lega upp í topp.

Þetta síðast­nefnda er ein­mitt aðal­á­stæða þess að verð­bólgan er núna aftur á upp­leið.

Hallinn á rekstri ríkis­sjóðs var 90 milljarðar þegar fjár­lögin voru kynnt í haust en var kominn upp í 120 milljarða fyrir jól. Í hvaða veru­leika kallast þetta að vinna gegn verð­bólgu? Þessar að­gerðir eru ekki hluti af neinni stefnu eða á­ætlun. Þetta er bara eitt­hvað dinglumdangl – handa­hófs­kenndar að­gerðir hingað og þangað. Enda kom á daginn að þær hafa ekki skilað neinum árangri.

Nú hefur verka­lýðs­hreyfingin lagt sitt af mörkum með hóf­legum launa­hækkunum í kjara­samningum á hinum al­menna vinnu­markaði. En fólkið í landinu hlýtur að klóra sér í kollinum yfir stefnu­leysinu hjá ríkis­stjórninni.

Sam­fylkingin hefur sett fram plan

Við í Sam­fylkingunni höfum haldið uppi upp­byggi­legri og mál­efna­legri gagn­rýni á ríkis­stjórnina. En við höfum líkt lagt fram okkar til­lögur. Við kynntum kjara­pakka fyrir jól með út­færðum til­lögum um að verja heimilis­bók­haldið en vinna um leið gegn verð­bólgu.

Hug­mynda­fræði kjara­pakkans var ein­föld: Að taka á verð­bólgunni þar sem þenslan er í raun og veru – eftir met­ár í fjár­magns­tekjum, metarðs­emi hjá stór­út­gerð og met­hagnað hjá bönkunum. Að draga þannig úr halla­rekstri ríkis­sjóðs en hlífa um leið heimilunum – með því til dæmis að falla frá ítrustu gjalda­hækkunum ríkis­stjórnarinnar sem nú eru farnar að bíta.

Sam­fylkingin er með plan og nýtur góðs af skel­eggri for­ystu Krist­rúnar Frosta­dóttur þegar kemur að efna­hags- og vel­ferðar­málum. Það er nú eitt­hvað annað en ríkis­stjórnin sem vísar bara allri á­byrgð á undir­stofnanir sínar og fólkið í landinu. Gott ef þetta minnir ekki á banka­sölu­málið þar sem ráð­herra bar enga á­byrgð á neinu – það var bara fólkið í landinu sem skildi ekki snilldina (og svo varð að leggja niður eina undir­stofnun).

En í ljósi þess að að­gerðir ríkis­stjórnarinnar hafa ekki borið árangur í bar­áttunni við verð­bólguna má ég til með að benda ráð­herrum stjórnar­flokkanna á kíkja aftur á kjara­pakka Sam­fylkingarinnar. Með opnum hug. Nú er sagt að verð­bólgan sé að hluta til hagnaðar­drifin. Væri ekki þjóð­ráð að fylgja plani Sam­fylkingarinnar og vinna gegn verð­bólgunni þar sem þenslan er í raun og veru?

Greinin birtist í Fréttablaðinu 2. febrúar 2023.