Hvað gera Danir þá?

Dagur

Mikl­ar og hraðar breyt­ing­ar hafa átt sér stað í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um á und­an­förn­um árum. Breytt­ur tónn og stefnu­breyt­ing Banda­ríkj­anna und­ir for­ystu Trumps hef­ur vakið spurn­ing­ar: um af­stöðuna til Evr­ópu, af­stöðuna til NATO og full­veld­is minni ríkja. Þjóðar­hags­mun­ir Íslands og til­vist eru ná­tengd virðingu fyr­ir full­veldi, alþjóðalög­um og rétti smærri ríkja í alþjóðakerf­inu.

Ólög­leg alls­herj­ar­inn­rás Rússa í Úkraínu árið 2022 hef­ur breytt viðhorf­um og stefnu Evr­ópu­ríkja meira en nokkuð annað. Örygg­is- og varn­ar­mál færðust í brenni­dep­il. Inn­rás­in leiddi meðal ann­ars til þess að Finn­ar og Sví­ar gengu til liðs við Atlants­hafs­banda­lagið, NATO. Það gerðist ótrú­lega hratt en í góðri sam­stöðu þjóðþinga og þjóða.

Miklu sjaldn­ar eru rifjuð upp viðbrögð Dana. Dan­mörk hafði sagt sig frá sam­eig­in­legri varn­ar- og ör­ygg­is­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, ESB, þegar hún varð hluti af svo­kölluðum Ma­astricht-samn­ingi ESB árið 1992. Und­ir for­ystu Mette Fredrik­sen for­sæt­is­ráðherra efndu Dan­ir til þjóðar­at­kvæðagreiðslu í júní 2022 um að taka nú full­an þátt í þess­um hluta Evr­ópu­sam­starfs­ins og samþykktu það með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða eða 67%. Hvers vegna?

Í mál­flutn­ingi Mette og ann­ars for­ystu­fólks í dönsku sam­fé­lagi var þátt­taka í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi ESB mik­il­væg­ur þátt­ur í að styrkja stöðu, varn­ir og sjálf­stæði Dan­merk­ur. Dan­ir væru NATO-þjóð og ættu að vera við borðið inn­an ESB þegar stefna væri mótuð um auk­inn styrk og sjálf­stæði Evr­ópu á sviði varn­ar­mála. Þetta væri skyn­sam­legt bæði í ljósi aug­ljósr­ar ógn­ar frá Rússlandi en einnig vegna breyttra viðhorfa í Banda­ríkj­un­um.

Þegar mál­efni Græn­lands komust í brenni­dep­il með yf­ir­lýs­ing­um Banda­ríkja­for­seta setti það Græn­land og Dan­mörku í mjög erfiða stöðu. Ráðamenn lands­ins voru var­færn­ir í yf­ir­lýs­ing­um. Eitt fyrsta verk Mette for­sæt­is­ráðherra var þó að heim­sækja banda­menn sína í ESB, kansl­ara Þýska­lands og for­seta Frakk­lands, auk fram­kvæmda­stjóra NATO, til að kalla fram stuðning. Ekki stóð á hon­um. Íslend­ing­ar geta sett sig í sömu spor.

ESB hef­ur tekið stór og hröð skref í að efla ör­yggi og sam­eig­in­leg­ar varn­ir á þessu ári. Samþykkt var áætl­un um end­ur­vopn­um Evr­ópu, aukið og sam­eig­in­legt fjár­magn til varn­ar­mála Evr­ópu og stór­efl­ingu at­vinnu­lífs og sam­hæfðrar fram­leiðslu til að mæta nýj­um ör­ygg­is­ógn­um. Þátt­taka í NATO er lyk­ilþátt­ur í sömu stefnu.

Ýmsir hafa bent á að ákvæði Lissa­bon-sátt­mála ESB um sam­eig­in­leg­ar varn­ir sé sterk­ara en 5. grein Atlants­hafs­sátt­mála NATO um viðbrögð við árás­um, sem verið hef­ur horn­steinn ís­lenskra varna. Við þurf­um að ræða og end­ur­meta ör­ygg­is- og varn­ar­trygg­ing­ar Íslands frá öll­um hliðum, und­ir­strika mik­il­vægi NATO en horfa einnig til Evr­ópu og læra af ná­grönn­um okk­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. apríl 2025