Garðar Svansson 1. sæti

"Efla þarf Norðvesturkjördæmi, með nýjum störfum, tækniþróun, uppbyggingu byggðar, áningarstaða og  samgangna."

Nafn: Garðar Svansson  

Fæðingardagur:  17 nóvember 1968

Starf:   Sveitarstjórnarmaður / Fangavörður

Heimili:  Grundarfirði

"Efla þarf Norðvesturkjördæmi, með nýjum störfum, tækniþróun, uppbyggingu byggðar, áningarstaða og  samgangna."

---

Síðan 1995 hef ég verið virkur í hinum ýmsu félagsamtökum og þá helst íþróttahreyfingunni. Einnig hef tekið virkan þátt í stjórnmálum og þá fyrir Samfylkinguna síðan 2002.  Í félagsstörfum mínum og atvinnu, hef ég haft þá ánægju að kynnast fólki um allan fjórðung og reyndar allt land. Fólki í allskonar  störfum og alls staðar í stjórnmálum. Allt hefur þetta fólk átt það sameiginlegt að starfa saman að uppbyggingu í sinni heimabyggð. Sem þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi mun ég að öllum mætti beita mér að  nýta þennan samtakamátt til uppbyggingar fyrir okkur öll í þessu frábæra kjördæmi

Norðvesturkjördæmi þarf að sækja vopn sín í tækninýjungar, störf án staðsetningar, framþróun í menntamálum og styðja við alla þá nýsköpun sem er í boði. Hlúa þarf að menntastofnum og trygga að þær fái að starfa áfram. Eins og sagan hefur sýnt okkur er það ekki sjálfgefið.

Samgöngumál eru okkur í Norðvesturkjördæmi hugleikinn og þar er af nógu að taka bæði í nýbyggingu vega og ekki síður í viðhaldi. Ástand vegakerfis eykur mjög hættu á slysum sem eru næg samt. Þrátt fyrir þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað og er að hefjast þá eru samgöngumál í fjórðungnum langt frá því að vera í því ástandi sem þau ættu að vera miðað við þá umferð sem nýtir vegina, hvort sem það er til atvinnu, í daglegu lífi eða ferðalaga. Hér þarf að  bæta mikið í og það strax.

Heilbrigðismál, HVEST, HSN og HVE eru okkar heilbrigðisstofnanir og þeim verður að tryggja öruggt fé til reksturs. Því miður vantar nokkuð upp á að það fjármagn sé tryggt og enn er niðurskurðarkrafa á stofnanir ríkisins.  Öldrunarmál.  Ört vaxandi rekstrarvandamál í koma í veg fyrir að það húsnæði sem er til á svæðinu sé  nýtt, húsnæði stendur autt vegna skorts á fé. Þörfin er til staðar. Með nýtingu húsnæðis sem er til stað er einnig hægt að skapa störf  

Markviss uppbygging áningarstaða. Okkar umdæmi nýtur þess að hafa náttúrufegurð sem sótt er í, hennar þarf að vera hægt að njóta. Bæta þarf aðgengi og stýringu þannig að það nýtist til atvinnusköpunar án átroðnings. Við verðum að hlúa að þeirri viðkvæmu náttúru sem við eigum. Hún er verðmæt.

Langt er í land að sveitarfélög séu öll nógu öflug til að takast á þau verkefni sem þeim er falið að sjá um. Tryggja þarf aukna tekjustofna sveitafélaga og veita þeim stuðning til að sameinast þannig að þau séu nógu sterk að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem þeim er falið.