Höfum hlutina í lagi!
Samfylkingin og óháðir í Reykjanesbæ
Við tókum við skuldsettum og nær gjaldþrota Reykjanesbæ árið 2014 – höfum greitt niður skuldir og rekið bæinn á ábyrgan hátt síðan. Við erum búin að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins sem seldar voru í byrjun aldarinna til að fjármagna rekstur.

Höfum umhverfið í lagi!
Reykjanesbær hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár – bærinn okkar er eftirsóttur til búsetu. Byggðin er orðin þéttari og vannýttum svæðum í bænum fækkar, sem er bæði umhverfisvænt og felur í sér hagkvæmari nýtingu innviða. Við ætlum að tryggja íbúum bæjarins vistvænt og heilnæmt umhverfi – og ekki að slaka á neinum kröfum í þeim efnum.
Við höfum
- Breytt áherslum í umhverfismálum – sett bænum metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu.
- Tekið slaginn með íbúum gegn heilsuspillandi stóriðju í Helguvík.
- Breytt áherslum í skipulagsmálum, upplýst íbúa og haldið tugi íbúafunda.
- Tryggt lóðaframboð og stöðugan vöxt bæjarins – all að 5.000 íbúðir verða byggðar fram til 2035.
- Úthlutað lóðunum eftir skýrum og gagnsæjum reglum.
- Gert stórátak í lagningu göngu- og hjólastíga um allan bæ.
- Lagt áherslu á öryggi gangandi vegfarenda – sérstaklega til og frá skólum.
- Fjölgað útivistarsvæðum og leiksvæðum fyrir fólk – og hunda!
- Sett endurvinnslutunnur við hvert heimili og grenndarstöðvar í öll hverfi.
Við ætlum að
- Tryggja að ekki komi heilsuspillandi stóriðja í bæinn okkar.
- Auðvelda endurvinnslu og endurnýtingu, fjölga grenndargámum og hafa Kölku opna á sunnudögum.
- Hringtengja Suðurnesin – tengja göngu- og hjólastígahverfi bæjarins við nágrannasveitarfélögin.
- Halda áfram sinna vanræktum svæðum í bænum – með áherslu á Ásbrú.
- Rækta áfram útvistarperlunar og grænu svæðinn, t.d. Seltjörn, Stapann, Fitajarnar, Njarðvíkurskóga, Vatnsholtið, Rósaselsvötn og Hólmsbergið.
- Fjölga leiksvæðum og útivistar og afþreyingarmöguleikum fyrir fjölskyldur.
- Tryggja öruggt og jafnt umferðarflæði um bæinn.
- Efla samgönguhjólreiðar með greiðri hjólabraut með
- Lífæðinni sem gengur í gegnum bæinn.
- Vinna uppgræðslu- og gróðursetningaráætlun – og gera bæinn grænni.
- Framfylgja umhverfis – og loftslagsstefnu með áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu og orkuskipti.
- Tryggja örugga tengingu við bæinn frá Reykjanesbrautinni.
- Vinna áfram að tvöföldun Reykjanesbrautar og að því að koma Reykjanesbrautinni í stokk milli Fitja og Grænás.
- Berjast fyrir betri almenningssamgöngum innan Suðurnesja og við höfuðborgarsvæðið.
- Draga úr kolefnisspori Reykjanesbæjar í samráði við Votlendissjóð.
- Efla umhverfssvið Reykjanesbæjar.

Höfum atvinnumálin í lagi!
Við viljum skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir alla aldurshópa í Reykjanesbæ – aukin fjölbreytni í atvinnumálum dregur úr sveiflum í atvinnulífi. Þetta gerum við með m.a. því að efla nýsköpun og auka samstarfið við Isavia, KADECO, menntastofnanir og styðja við iðnmenntun. Nýsköpun er framtíðin.
Við höfum
- Gert nýja atvinnustefnu fyrir Reykjanesbæ og horfið frá stóriðjustefnu fyrri ára.
- Breytt aðalskipulaginu og aukið möguleika á umhverfisvænum verkefnum í Helguvík.
- Lækkað fasteignagjöld á fyrirtæki, eitt fárra sveitarfélaga á íslandi.
- Tryggt nýjar atvinnulóðir klárar til notkunar.
- Sett bænum nýja markaðsstefnu til að sækja fram í atvinnumálum og laða að fjárfestingu.
- Unnið að uppbyggingu flugvallarborgar í samstarfi við KADECO.
- Lagt grunn að menningarstefnu sem virkjar hæfileika og hugvit bæjarbúa.
- Byggt nýja slökkvistöð og gert nýja samninga um sjúkraþjónustu á Suðurnesjum.
- Tryggt fjármagn í stækkun Njarðvíkurhafnar í samstarfi við Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
- Lagt grunninn að fiskeldi á Reykjanesi sem felur í sér milljarða fjárfestingar.
- Innleitt starf safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar og gert safnið eitt það eftirsóttasta á landinu.
- Sett á stofn Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við menntastofnanir og Eignarhaldsfélag Suðurnesja.
- Verið í samstarfi um flutning fyrirtækja til Reykjanesbæjar.
- Kynnt Helguvík fyrir erlendum fjárfestum með áherslu nýsköpun í stað stóriðju.
Við ætlum að
- Efla markaðssetningu Reykjanesbæjar til fyrirtækja.
- Auka samstarf við ferðaþjónustuaðila.
- Auka samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum í atvinnumálum og kynningum.
- Efla skrifstofu atvinnumála, Súluna, hjá Reykjanesbæ.
- Halda áfram nýsköpunatengdri uppbyggingu í Helguvík í samstarfi við ríki og einkaaðila.
- Markaðssetja Reykjanesbæ sem umhverfis-, menningar- og fjölskylduvænt sveitarfélag.
- Vinna áfram markvisst að skipaklasa með Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
- Breyta og bæta Listasafn Reykjanesbæjar.
- Gera Njarðvíkurhöfn að heimahöfn Landhelgisgæslunnar.
- Efla nýsköpun, auka fjölbreytni starfa og þróa ný tækifæri t.d. í heilbrigðisþjónustu.
- Hækka framlög til menningarstyrkja.
- Lengja hafnargarðinn í Keflavíkurhöfn svo hægt sé að taka á móti stærri skemmtiferðaskipum.
- Koma á samstarfi milli atvinnulífs og velferðarúrræða á svæðinu til að auka virkni fólks utan vinnumarkaðar. Allir virkir!
- Fjárfesta af skynsemi og forðast kostnaðarsöm mistök fortíðar.
- Gera Reykjanesbæ að nýsköpunarbæ Íslands með sértækum stuðningi við nýsköpun og frumkvöðla.

Höfum fjölskyldumálin í lagi!
Við höfum
- Hækkað hvatagreiðslur barna til íþrótta og tómstunda úr 7.000 kr. í 45.000.
- Hækkað aldur barna sem fá hvatagreiðslur úr 16 ára í 18 ára.
- Lækkað fasteignaskatta til einstaklinga að raunvirði um 20%.
- Komið á frístundastrætó sem keyrir börn á æfingu eftir skóla.
- Tryggt gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum.
- Styrkt ungmennaráð um fimm milljónir til verkefna á þeirra vegum og til að efla ákvarðanatöku ráðsins.
- Heimilað ungmennaráði aðgang að nefndum bæjarins sem áheyrnarfulltrúar til að taka þátt í mótun samfélagsins okkar.
- Komið á samræmdri móttöku flóttafólks og innleitt starf verkefnastjóra fjölmenningar til að halda betur utan um erlenda íbúa.
- Eflt lýðheilsu með stofnun lýðheilsuráðs sem vann lýðheilsustefnu og réð lýðheilsufulltrúa.
- Byggt Stapaskóla á hagkvæman hátt, án lántöku.
- Hafið byggingu á keppnisíþróttahúsi fyrir Njarðvík í Stapaskóla sem rúma mun 1200 áhorfendur.
- Fest kaup á leikskóla sem rís snemma árs 2023 í Dalshverfi 3.
- Samþykkt styrki fyrir 3,5 milljónir til að fjölga dagforeldrum og veitt greiðslur til foreldra sem eiga 18 mánaða barn eða eldra og eru án leikskólapláss.
- Komið á sérstöku sumarúrræði fyrir börn í 88 húsinu sem haldð var áfram með sem frístundaúrræði.
- Samþykkt uppbyggingu á þremur leikskólum næstu 2 árin.
- Samþykkt og fjármagnað nýtt hjúkrunarheimili sem rís á næstu tveimur árum árum.
- Átt farsælt samstarf við Janus heilsueflingu eldri borgara.
- Ráðið inn atvinnuráðgjafa sem kom 80 einstaklingum af fjárhagsaðstoð og í störf.
- Samþætt heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu.
- Aukið þjálfarastyrki til íþóttahreyfingarinnar og þannig haldið æfingargjöldum barna niðri.
- Endurskipulagt og eflt velferðarsvið Reykjanesbæjar.
- Komið á starfstengdum sumarúrræðum fyrir fötluð ungmenni.
- Unnið að innleiðingu barnvæns sveitarfélags samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu Þjóðanna.
- Innleitt langtíma stefnu Reykjanesbæjar – börnin í forgrunni er einn veigamesti þátturinn.
- Sett saman starfshóp til að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu við að fá vinnu.
- Komið á samstarfsvettvangi velferðarþjónustu á Suðurnesjum.
- Stuðlað að byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk á Stapavöllum .
- Stofnað Öldungaráð Reykjanesbæjar.
- Byggt flóðlýstan gervigrasvöll.
- Margfaldað framlög til íþróttamál og m.a. gert nýja afrekssamninga sem tryggja rekstur íþróttastjóra félaganna.
Við ætlum að
- Koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og öryrkja svo allir geti sótt um styrk til íþrótta og tómstundaiðkunnar og eflt heilsu – og aukið virkni sína á markvissan hátt.
- Halda áfram að hækka hvatagreiðslur barna í Reykjanesbæ.
- Innleiða tölvukaupastyrki fyrir framhaldsskólanema í Reykjanesbæ.
- Tryggja að framkvæmdir gangi vel við nýja hjúkrunarheimilið á Nesvöllum og halda áfram uppbyggingu þar.
- Gera aðgerðaráætlun til að fá fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga fyrir börnin okkar.
- Meta árangur frístundastrætó og samræma æfingatíma við skólastarf.
- Tryggja uppbyggingu íbúða á vegum óhagnaðardrifins leigufélags.
- Halda geðræktarviku með fræðslu og þátttöku bæjarbúa.
- Hækka upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjanesbæjar.
- Halda áfram með Allir með verkefnið til að halda utan um öll börn í íþróttum og tómstundum.
- Efla bókasafn Reykjanesbæjar.
- Leggja aukna áherslu á forvarnir líkams- og geðheilsu í gegnum lýðheilsuráð í samstarfi við HSS og Björgina geðræktarmiðstöð.
- Koma á fót samráðshópi um HSS með fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum sem hafi það að markmiði að efla og bæta HSS.
- Koma á og innleiða samræmda forvarnarstefnu fyrir alla grunnskólana okkar með áherslu á kynfræðslu, geðheilsu og ávana- og fíkniefni.
- Styrkja verkefnið Römpum upp Reykjanesbæ.
- Fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk.
- Tryggja 18 mánaða börnum leikskólavist og hefja undirbúning ungbarnaleikskóla.
- Koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um stofnum öldungadeilda til að efla virkni eldri borgara.