Kjarabarátta blaðamanna til umræðu á fundi Verkalýðsmálaráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður á Vísi og fulltrúi í samninganefnd blaðamanna mætir á fund Verkalýðsmálaráðs Samfylkingar á sunnudaginn 1. desember í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43 í Hafnarfirði á milli kl. 14 og 16.

Fundarefnið er að þessu sinni kjör blaðamanna og kjarabarátta þeirra. Blaðamenn eru í einkennilegri stöðu því þeim er ætlað að fjalla um kjör annarra stétta en þeim reynist erfitt að fjalla um sína eigin stöðu. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar vill hlusta.

Að vanda verður boðið upp á vöfflur, rjúkandi kakó og samræður um verkalýðsmál og allt hitt sem við teljum að muni gera samfélag okkar fallegt og réttlátt með jöfn tækifæri fyrir alla.

Leikföng og föndurdót fyrir börnin.

Um helgina opnar fyrirmyndar jólaþorp Hafnfirðinga beint á móti fundarsal Samfó.
Tilvalið að skreppa í jólaþorpið fyrir eða eftir vöfflur og kakó.

Hlökkum til að sjá ykkur!