Kjördæmaþing Samfylkingarinnar um allt land

Kjördæmaþing hafa verið haldin um allt land. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum fyrir utan Norðvestur þar sem aukið kjördæmisþing mun velja í  fjögur efstu sætin á listanum. Í hinum kjördæmunum munu uppstillinganefndir skila tillögum að fullbúnum framboðslistum á kjördæmisþingi.

Hér eru helstu dagsetningar er varðar kjördæmin:

Suðurkjördæmi: Uppstilling, kjördæmisþing verður haldið þriðjudaginn 3. október kl. 20:00 í sal Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ að Víkurbraut 13, Reykjanesbæ.
Formaður: Johan Daníel Jónsson

Suðvesturkjördæmi: Uppstilling, kjördæmisþing verður  haldið þriðjudaginn 3. október.
í Strandgötu 40, Hafnarfirði kl. 18:30. Formaður: Jens Sigurðsson

Reykjavík: uppstilling, kjördæmisþing verður haldið laugardaginn 30. september kl. 10:00 á Icelandair hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg (áður Hótel Loftleiðir).
Formaður: Hörður Oddfríðarson

Norðvestur: Aukið kjördæmisþing verður haldið þann 1. október á Hótel Bjarkarlundi, Reykhólasveit kl. 13:00. Kosið verður um fjögur efstu sætin.
Formaður: Ólafur Ingi Guðmundsson

Norðaustur: Uppstilling, Kjördæmafundur verður haldinn sunnudaginn 1. október í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri kl. 14:00. Fundinum verður streymt á Facebook Live.
Formaður: Ólína Freysteinsdóttir