Landsfundur 2024
Hilton Nordica 15. - 16. nóvember
Upplýsingar fyrir landsfund
Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 15. - 16. nóvember á Hilton Nordica í Reykjavík.
Breytingatillögum þarf að skila inn til stjórnar Samfylkingarinnar eigi síðar en 17. október 23:59.
Aðeins tillögur sem berast stjórn fyrir þann tíma verða teknar til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi.
Vinsamlega notið sniðmátið til að senda inn breytingatillögur: Sniðmát.
Tillögur skal senda á [email protected].
Breytingartillaga - Óttar Yngvarsson og Gunnlaugur Stefánsson / Kafli 1.11.3 línur 297 - 311
Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi.
Hverju aðildarfélagi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Vinsamlegast hafið samband við ykkar aðildarfélag til að skrá ykkur sem landsfundarfulltrúar.
Skráning:
Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík
Árborg og nágrenni / Suðurlandið og Vestmannaeyjar
Blönduós og nágrenni / Austur Húnavatnssýslu
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
Fjallabyggð / Siglufjörður, Ólafsfjörður og nágrenni
Garðabær: [email protected]
Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla, frestur rann út 1. október, um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal formaður kjörinn á reglulegum landsfundi sbr. 6.04. Kjörgengir eru allir félagar 18 ára og eldri. Framboð skulu berast framkvæmdastjórn skriflega eigi síðar en einni viku fyrir upphaf landsfundar. Kosning skal fara fram þótt aðeins einn hafi gefið kost á sér.
Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára sem hér segir:
a. Stjórn flokksins: (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs); formann flokksins (nema viðhöfð sé allsherjaratkvæðagreiðsla), varaformann, ritara, gjaldkera flokksins og formann framkvæmdastjórnar hvern um sig sérstaklega og í ofangreindri röð.
b. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara. Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar.
c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn.
d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).
e. fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðsFramkvæmdastjórn hefur skipað kjörstjórn þar eru:
- Bergþóra Sigmundsdóttir
- Björn Þór Rögnvaldsson
- Þorðgerður Jóhannsdóttir
6.03 Fari ekki fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns samkvæmt gr. 6.01 skal framkvæmdastjórn skipa 3ja manna kjörstjórn 6 vikum fyrir landsfund.
Þeir sem eru landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi og það verður sami háttur á í ár.
Rafræn skilríki:
Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is