Opinn fundur með formanni Bændasamtakanna hjá efnahagsnefnd Samfylkingarinnar 

Formaður Bændasamtakanna Guðrún Sigríður Tryggvadóttir kemur til opins fundar efnahagsnefndar Samfylkingarinnar í hádeginu þriðjudaginn kemur 24. sept. í fundarsalnum á Hallveigarstíg 1.

Málefni landbúnaðarins hafa verið í brennidepli eins og svo oft áður og nægir að nefna lausagöngu búfjár eða innflutningur lambahryggja svo aðeins fáeitt sé nefnt. Fundurinn gefur tækifæri til upplýstrar samræðu um málefni sem snerta okkur öll.

Bolli Héðinsson, formaður málefnahóps Samfylkingarinnar um efnahagsmál, bendir á að þeir sem vilja búa sig undir fundinn geta lesið skýrslu samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í tengslum við garðyrkju á Íslandi. Sjá skýrslu samráðshópsins hér.  Auk þess sem hann bendir á rit Ólafs Arnalds prófessors en hann hefur verið gagnrýnin á ýmsa þætti sauðfjárræktarinnar út frá umhverfissjónarmiðum. Sjá rit Ólafs Arnalds hér. 

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonumst að vanda eftir uppbyggilegum og gagnrýnum umræðum.