Sigrún Sverrisdóttir - 2. sæti

 Sæl öll

 

Ég heiti Sigrún og er Sverrisdóttir ég er að sækjast eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum.

Ég er fædd á landspítalanum og telst því ekki gaflari en er alin hér upp nánar tiltekið í Besturbænum og í blómabúðinni hennar ömmu Sigrúnar Þorleifsdóttur eða Dúnu á Linntestígnum.

Víðistaðaskóli er grunnskólinn sem ég gekk í og svo hóf ég nám menntaskólanum við Hamrahlíð að grunnskóla loknum en flutti mig svo í Flensborg og lauk stúdentsprófi þaðan.

Foreldrar mínir eru Sigurður Sverrir Gunnarsson byggingafræðingur hann er látinn en starfaði sem verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ síðustu árin. Móðir mín er Sigríður Gísladóttir Félagsliði.

Maðurinn minn heitir Davíð Már Bjarnason og starfar hann sem upplýsingafulltrúi Slysavarnarféalagsins Landsbjörg.

Við eigum þrjú börn, þau Kristínu Söru 19 ára, Ísak Má 13 ára og Viktoríu Ellen 5 ára.

Starfsferill minn byrjaði að sjálfsögðu í blómabúðinni Burkna sem amma mín stofnaði og rak til fjölda ára.

Því næst lá leiðin í Sparisjóð Hafnarfjarðar og þaðan í Íslandsbanka, ég byrjaði sem gjaldkeri og endaði bankaferilinn sem sérfræðingur í húsnæðislánaþjónustu.

Þegar ég hafði starfað í bankakerfiu í einhver 15 ár þá uppgötvaði ég að mig langaði að gera eitthvað allt annað en það og fór ég og náði mér í réttindi sem leiðbeinandi í skyndihjálp og hóf að vinna við það að kenna fólki fyrstu viðbrögð í slysum og veikindum og hef ég bæði kennt fyrir Björgunarskóla Slysavararfélagsins og Rauða krossinn

Árið 2014 bauðst mér sumarvinna í minnsta sveitafélagi landsins Árneshreppi á ströndum, ég gerðist sundlaugavörður í Krossneslaug og kunni svo vel við mig í sveitinni að ég ákvað bara að ef ég ætlaði að prufa það að eiga heima einhversstaðar annarsstaðar en í Hafnarfirði þá væri þetta tilvalinn staður til þess. Ég flutti því þangað ásamt fjölskyldunni og næstu tvö árin vann ég ásamt því að sjá um laugina á skrifstofu hreppsins.

Þar kom ég að flestu því sem kemur að því að reka sveitarfélag þó að vissulega sé það mun minna í sniðum en Hafnarfjörður.  

2016 fluttum við aftur til Hafnarfjarðar og sneri ég mér þá aftur að skyndihjálparkennslunni.

Svo hef ég síðustu tvö ár verið við nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Fyrir 4 árum þá var ég fengin til að taka þriðja sæti á lista samfylkingarinnar hérna í Hafnarfirði.

Ég náði því miður ekki föstu sæti í Bæjarstjórn en hef verið varabæjarfulltrúi á kjörtímabilinu og nú frá áramótum þá hef ég starfað sem bæjarfulltrúi.

Ég hef einnig setið í fræðsluráði og sit nú í umhverfis- og framkvæmdaráði ásamt því að hafa átt sæti í ýmsum starfshópum á kjörtímabilinu.

Þetta hefur verið skemmtilegur tími, krefjandi og lærdómsríkur.

Það er frábært að fá  tækifæri eins og það sem mér var gefið til þess að vinna og starfa í því að bæta nærsamfélagið okkar.

Við erum vissulega búin að vera í minnihluta þennan tíma en ég tel að við höfum staðið okkur vel á vaktinni og við það að veita meirihlutanum aðhald.

Mig langar mjög mikið að fá að nýta þá reynslu sem safnast hefur í sarpinn á þessu kjörtímabili til þess að koma enn sterkari inn á því næsta og vinna góð verk fyrir bæinn okkar. Ef ég fæ ykkar stuðning þá mun ég svo sannarlega leggja mig alla fram í þeim efnum.

En ef ég tipla svona á því helsta sem kemur upp í hugann hvað málefnin varðar og það sem stendur upp úr hjá mér eftir þetta fyrsta kjörtímabil mitt í pólitík er:

  • Samtal eða öllu heldur skorturinn á samtali sem mér finnst vera svo áberandi hérna í bænum okkar. Við eigum að virkja samtalið við íbúana í bænum, við eigum að eiga þetta samtal. Íbúar bæjarins eiga að koma að ákvarðanatöku um nærumhverfi sitt með miklu víðtækari hætti en nú er
  • Ég er þeirrar skoðunar að ef hugmyndin er góð þá þarf ekkert að vera feimin við að kynna hana og ræða við bæjarbúa og sérfæðingana okkar á hverju sviði og fá þannig bestu niðurstöðuna. Íbúalýðræði er semsagt klárlega málið ef þú spyrð mig.
  • Samgöngur, það má gefa vel í þar, við þurfum alvöru valkost annan en einkabílinn og þar kemur borgarlína sterkt inn ásamt því að það þarf að bæta göngu og hjólaleiðir,
  • Það er  talsverð vinna en það er vel gerlegt.
  • Umhverfismálin eru mál sem ekki má horfa framhjá við getum ekki beðið með þau. Við þurfum að taka okkur verulega á þar og það eru ótal tækifæri til að gera betur.
  • Ég finn það vel að ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár.
  • Ég vil leitast við að jafna byrðarnar í samfélaginu, við eigum að létta undir með barnafjölskyldum, og þeim sem tekjulægri eru.
  • Við eigum að tryggja að öll börn hafi aðgang að tómstundum og þróttum.
  • Ég vil að við setjum menntun barnanna okkar í forgang og vinnum að því að gera skólana okkar að aðlaðandi vinnustöðum. 
  • Leikskólarnir okkar, síðasta kjörtímabil hefur litast mjög af umræðum um mönnun leikskóla og svo sumaropnanir þar sem ákveðið var á síðasta ári að hafa leikskóla opna allt sumarið þrátt fyrir hörð mótmæli yfir 90% starfsmanna og þessi ákvörðun var tekin á sama tíma og hlutfall leikskólakennara er ekki nema 26% starfsmanna.
  • Við stóðum með fagfólkinu okkar í þessari baráttu og nú í ár hefur þessi ákvörðun verið dregin til baka og ákveðið að loka leikskólum 2 vikur í sumar

Tækifærin

  • Samgöngur – borgarlína – við þurfum að bjóða upp á alvöru valkosti aðra en einkabílinn.
  • Samtal við bæjarbúa  - R Akureyri til fyrirmyndar í þessum efnum eykjavík og, hverfissíður virkar  og ´íbúar hafa eitthvaðum það að segja hvað era ð gerast í nærumhverfinu þeirra.
  • Stefnumótun langt fram í tímann og hætta bútasaum, það þarf að taka af skarið og þora að horfa til framtíðar.
  • Uppbygging – íbúðalóðir, húsnæði, hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig er hægt að hraða þeim í framkvæmd .
  • Göngu og hjólastígar – það er svo vel hægt að tengja stígakerfið saman og gera greiðar og skýrar leiðir í gegn um bæinn .
  • Unga fólkið okkar, húsnæðisskortur – skv vísi í gær 8. Febrúar voru 14 2-3 herbergja íbúðir til sölu í Hafnarfirði, þar af voru  4 mertkar seldar og tvær eru í húsnæði ætluðu eldri borgurum þannig að í Hafnarfirði eru í dag 8 íbúðir til sölu svona dæmigerðar íbúðir fyrir fyrstu kaup.
  • Og ef þetta úrval er skoðað með hlutdeildarlán í huga sem er úrræði semhugsað var til þess að gefa tekjulægra fólki kost á að komast inn á húsnæðismarkaðinn þa´sýnist mér engin þessara íbúað sem eru til sölu í Hafnarfirði falla undir þær reglur sem gilda um lánveitingu.
  • Það eru því eins og staðan er í dag og raunar eins og staðan er búin að vera allt kjörtímabilið, afar fáir kostir í boði.

Dvergsreitur

  • Ég vil bæ sem ástundar virkt íbúalýðræði í allri stefnumótun og ákvarðanatöku bæjarfélagsins. Ég vil bæ þar sem velferð, jöfnuður og jafnrétti eru leiðarljósin við stjórnun hans, þar sem öllum börnum og unglingum eru tryggð jöfn tækifæri til náms og tómstunda. 
  • Sem jafnaðarmaður tel ég það eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar að jafna byrðarnar í samfélaginu og leitast við að létta álögur, sem íþyngja barnafjölskyldum og tekjulægri hópum samfélagsins. Ég vil bæjarfélag sem setur menntun barna okkar í forgang á öllum skólastigum og ég vil bæ sem hlúir vel að starfsfólki sínu og tryggir því framúrskarandi starfsaðstæður. 
  • Ég vil líka bæ sem lyftir umhverfis- og loftslagsmálum til öndvegis og bæ þar sem skipulag er unnið á forsendum fólks og iðandi mannlífs en ekki á forsendum fjármagns og fjárfesta og varðveitir bæjarmyndina. Og ég vil að sjálfsögðu bæ þar sem ýtt er undir blómstrandi menningarlíf og íþróttalíf í bænum allan ársins hring.  

Fyrir kosningarnar 14. maí þurfum við jafnaðarfólk að leggjast á eitt til þess að tryggja Samfylkingunni góða kosningu. Ábyrgð okkar er mikil því það er alveg ljóst að sterk Samfylking er forsenda þess að hægt verði að fella meirihluta stöðnunar og kyrrstöðu í bænum - meirihluta Framsóknar - og Sjálfstæðisflokks. Í málflutningi okkar verðum við fyrst og fremst að horfa til framtíðar og hafa skýra framtíðarsýn fyrir bæinn okkar og framtíðarkynslóðir hans. Í kosningabaráttunni skiptir gott útsýni út um framrúðuna meira máli en baksýnisspegillinn þó hann sé auðvitað nauðsynlegur líka.