Taktu daginn frá! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður 19. október í Austurbæ

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 19. október í Austurbæ, Snorrabraut 37.

Félagar í Samfylkingunni eru hvattir til að mæta til að þétta raðirnar, huga að framtíðinni og því hvernig félagshyggjufólk nýtir Samfylkinguna sem farveg til að bæta samfélagið. Lausnir við aðsteðjandi verkefnum framtíðarinnar þurfa að koma frá almenningi og viðfangsefnin eru stór en meðal spurninga sem við þurfum að ræða er hvernig við getum tekist á við loftslagsvánna í sameiningu og hvaða aðgerða er hægt að grípa til.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu.

Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum til að sjá þig!