Sóltún 26, 105 Reykjavík

Ársþing 60+ í Reykjavík

Boðað er til ársþings 60+ í Reykjavík, miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 16:00 á skrifstofu Samfylkingarinnar Sóltúni 26.

Dagskrá:
1. Greinargerð um störf og framkvæmdir stjórnar á liðnum 2 árum
2. Breytingar á samþykktum
3. Kosnings formanns
4. Kosning fjögurra félagsmanna í aðalstjórn
5. Kosning tveggja félagsmanna í varastjórn
6. Kosning þriggja manna í uppstillingarnefnd
7. Önnur mál

Í samþykktum félagsins segir meðal annars:
8. grein.: Stjórn 60+ í Reykjavík skal skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum. Í stjórninni skulu vera a.m.k. tvær konur og a.m. k. tveir karlar. Formaður skal kjörinn beinni kosningu á ársþingi en aðrir kjörnnir stjórnarmenn skipta með sér verkum. Varamenn sitja stjórnarfundi í forföllum aðalmanns og oftar ef þurfa þykir. Formaður boðar stjórnarfundi.

Útdráttur úr 9. grein:....Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn félagsins skal liggja fyrir á skrifstofu Samfylkingarinnar eigi síðar en fimm sólarhringum áður en boðað ársþing skal hefjast. Önnur framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu Samfylkingarinnar eigi síðar en tveimur sólarhringum áður en boðað ársþing skal hefjast.

Grein 10. Samþykktum þessum verður ekki breytt nema á löglega boðuðu ársþingi enda hafi þess verið getið sérstaklaga í fundarboði og frá því greint hvaða breytingartillögur liggi fyrir fundinum. Breytingar á samþykktum þessum öðlast gildi hljóti þær samþykki 2/3 gildra atkvæða.
Samþykktir félagsins í heild liggja frammi á skrifstofu Samfylkingarinnar.
Allir meðlimir í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru 60 ára geta boðið sig fram til setu í stjórn félagsins. Framboð skal tilkynna til uppstillingarnefndar eða á skrifstofu Samfylkingarinnar.

Á degi fundarboðs þessa liggja engar tillögur til breytinga á samþykktum fyrir.

Við í stjórn 60+ í Reykjavík vonumst að hitta sem flesta á ársþinginu.

Kveðja,
Reynir Vilhjálmsson
formaður