Fréttir Samfylkingarinnar

Samfylkingin á Akureyri stillir upp
Á félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri þann 12. janúar var tillaga stjórnar að raðað yrði á framboðslista af sérkjörinni uppstillingarnefnd samþykkt.

6 í framboði í flokksvalinu í Kópavogi
Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi rann út í gær mánudaginn 12. janúar. Alls gáfu 6 einstaklingar kost á sér til setu á framboðslista flokksins.

Samfylkingin í Hafnarfirði hefur ákveðið uppstillingu
Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þann 8. janúar var tillaga stjórnar að raðað yrði á framboðslista af sérkjörinni uppstillingarnefnd samþykkt.

17 í framboði í flokksvalinu í Reykjavík
Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út laugardaginn 3. janúar. Alls hafa 17 einstaklingar gefið kost á sér til setu á framboðslista flokksins.

Dóra Björt Guðjónsdóttir gengur til liðs við Samfylkinguna
Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, hefur gengið til liðs við Samfylkinguna. Greint var frá því á blaðamannafundi í Ráðhúsinu fyrr í dag þar sem hún kom fram ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra.

Samfylkingin í Garðabæ býður fram í sveitarstjórnakosningunum í vor
Samfylkingin mun bjóða fram lista í Garðabæ í sveitarstjórnakosningum þann 16. maí 2026.