Frambjóðendur til Alþingiskosninga

Norðaustur

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Hilda Jana Gísladóttir (Akureyri) og Eydís Ásbjörnsdóttir (Fjarðabyggð) eru efstu þrír frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Skoðaðu allan listann

Norðvestur

Valgarður Lyngdal Jónsson er kennari og forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Hann leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Næst á eftir honum eru Jónína Björg, söngvari, keiluþjálfari og margt, margt fleira og Sigurður Orri, íþróttafréttamaður og nemi.

Skoðaðu allan listann

Reykjavík norður

Helga Vala Helgadóttir, lögman og leikari, leiðir listann okkar í Reykjavík norður. Jóhann Páll og Dagbjört Hákonardóttir eru í öðru og þriðja sæti.

Reykjavík suður

Hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, ásamt þingkonunni Rósu Björk og fyrrum leikhússtjóranum Viðari Eggertssyni.

Skoðaðu allan listann

Suður

Þingkonan Oddný G. Harðardóttir er fyrrum fjármálaráðherra og bæjarstjóri í Garði. Annað og þriðja sætið í Suðurkjördæmi er svo skipað Viktori Stefáni og Guðnýju Birnu.

Skoðaðu allan listann

Suðvestur

Það er Þórunn Sveinbjarnar sem leiðir í Kraganum, en hún er fyrrum ráðherra og formaður BHM. Guðmundur Andri, rithöfundur og þingmaður, vermir annað sætið og fötlunaraktívistinn og listfræðingurinn Inga Björk er í því þriðja.

Skoðaðu allan listann