Fréttir í {{value}}

FréttirSamfylkingar­innar
í {{value}} 2020

Oddný banner

MEÐ HENDUR Í SKAUTI

Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega.

Rósa Björk

Aðgerðir verða að fylgja orðum

Fyrir nokkrum dögum upp­færðu íslensk stjórn­völd mark­mið sín um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stefna nú að 55% minni losun árið 2030 miðað við 1990 en ekki um 40% sam­drátt í losun eins og búið er að vera mark­miðið und­an­farin ár. 

Oddný banner

,,VÍKTU AÐ MÉR VORI"

Árið 2020 gæti lifað í minningunni sem ár erfiðleika, kreppu og sorgar en þess gæti einnig verið minnst sem árs samstöðu og samhjálpar ef við berum gæfu til þess að taka réttar ákvarðanir og byggja upp samfélag sem stendur með öllum sínum þegnum í gegnum erfiðleika.

Logi, Landsfundur 2018

15.750

Þingflokkur, jól, gríma,

ÞINGFLOKKSFRÉTTIR

Í september kynntum við Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin er leið jafnaðarmanna með  markvissum aðgerðum til að fjölga störfum, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, létta undir með atvinnulausu fólki og fjölskyldum þeirra, stíga fastar til jarðar í loftslagsmálum og beita ríkisvaldinu af krafti til að fjárfesta í grænni uppbyggingu til að renna fjölbreyttari stoðum undir útflutning og verðmætasköpun.

Framboðskönnun FSR er hafin

Kjörseðill lokar 20. des. kl. 17:00

Rósa Björk gengin til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar

„Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk okkar í dag,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins á Facebook-síðu sinni í dag og tilkynnti um leið um nýjan liðsmann í þingflokknum. Þar með eru þingmenn Samfylkingarinnar orðnir átta.

Skúli Helgason, borgarfulltrúi

Birting í borginni

Árið 2020 hefur litast af CO­VID-far­aldrinum sem hefur hvarvetna valdið þungum skakka­föllum. Skóla­fólk hefur leyst úr flókinni stöðu og víða nýtt tæki­færi til að flýta för inn í staf­rænan heim þrátt fyrir þröngan kost.

Gagnrýni á fjárlög ríkisstjórnarinnar

Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar vantar áætlun um hvernig koma megi hagvexti aftur í gang, draga úr atvinnuleysi og slá á þá miklu óvissu sem nú heldur aftur af fyrirtækjum og fjárfestingum. Staðreyndin er sú að fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á og algjör óvissa fyrir fólk og fyrirtæki er gríðarlega kostnaðarsöm.

Breytingartillögur við fjárlög

Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar vantar áætlun um hvernig koma megi hagvexti aftur í gang, draga úr atvinnuleysi og slá á þá miklu óvissu sem nú heldur aftur af fyrirtækjum og fjárfestingum. Staðreyndin er sú að fjöldaatvinnuleysi er sóun sem við höfum ekki efni á og algjör óvissa fyrir fólk og fyrirtæki er gríðarlega kostnaðarsöm

Inger Erla Thomsen nýr forseti Sigríðar - Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi

Haldinn var fyrsti aðalfundur félagsins í rúman áratug þann 27. október síðastliðinn