Nýárspistill frá Hildu Jönu bæjarfulltrúa og oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri

Nú árið er liðið - og kjörtímabilið rúmlega hálfnað.

Hilda Jana Gísladóttir Bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri

Það þarf ekki að fara mörgum orðum yfir að árið 2020 hefur verið vægast sagt sérstakt og mjög krefjandi. Sú lýsing á einnig vel við verkefni bæjarstjórnar Akureyrarbæjar á árinu. Síðla árs vakti það skiljanlega töluverða athygli þegar við í bæjarstjórn ákváðum að vinna saman sem ein heild og leggja af meiri- og minnihluta. Flestir voru ánægðir með að láta reyna á þá tilraun þó svo að skiljanlega séu margir fullir efasemda. Í þessu samstarfi leggjum við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar megináherslu á grundvallar stefnu jafnaðarmanna sem og þau markmið sem við kynntum kjósendum í stefnuskrá okkar fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar.

Þar sem kjörtímabilið er rúmlega hálfnað og áramótin marka ávallt ákveðin tímamót er ágætt að horfa um öxl og skoða það sem við í bæjarstjórn höfum gert frá síðustu kosningum. Ég tel óhætt að segja að miklu hafi verið áorkað og að við jafnaðarmenn getum verið mjög ánægð með árangurinn hingað til.

Þar sem það yrði til þess að æra óstöðugan að fara nákvæmlega yfir öll atriði þess sem gert hefur verið frá síðustu kosningum, þá má hér sjá lauflétta samantekt í punktaformi, en að sjálfsögðu ekki allt sem gert hefur verið.  

Börnin okkar í fyrsta sætið 

  • 12 mánaða börn fá leikskólavist haustið 2021
  • Nýr leikskóli við Glerárskóla tekinn í noktun haustið 2021
  • Nýr ungbarnaleikskóli í Árholti
  • Akureyrarbær viðurkennt sem fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins
  • Ný menntastefna og aðgerðaráætlun
  • Endurbætur á Glerárskóla
  • Endurbygging Lundarskóla
  • Úttekt og aðgerðir vegna loftgæða í grunnskólum
  • Hjólabraut sett upp við Oddeyrarskóla
  • Leiktæki við göngugötuna
  • Endurnýjun gervigrasa við grunnskóla
  • Gerð blaksvæðis við Lundarskóla

Látum okkur líða vel

  • Ný mannréttindastefna
  • Nýtt stígaskipulag
  • Uppbygging vistvæns miðbæjar
  • Endurbætur á Tryggvabraut
  • Unnið gegn svifryksmengun
  • Ný velferðarstefna
  • Aðgerðaráætlun gegn hávaða
  • Endurnýjun umferðarljósa til að auka öryggi
  • Bætt aðgengi fatlaðra í Sundlaug Akureyrar
  • Styrkur fyrir nýjum stíg í Glerárdal
  • Nýr göngu- og reiðstígur yfir Eyjafjarðará
  • Merking gönguleiða
  • Hjólabrettagarður í Hrísey

Frístundabær í fremstu röð

  • Frístundastyrkurinn hækkaður úr 30.000 í 40.000 kr
  • Uppbyggingu íþróttamannvirkja forgangsraðað
  • Uppbygging við félagssvæði Nökkva hafin
  • Endurbætur í Skautahöllinni á fjárhagsáætlun næsta árs
  • Undirbúningur vegna uppbyggingar á KA svæðinu
  • Skíðalyftan opin á sumrin
  • Endurbætur á búningsklefum í íþróttahúsinu við Lundarskóla
  • Ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli
  • Endurbætur í búningsklefum Sundlaugar Akureyrar

 Mannréttindi fyrir alla

  • Ný húsnæði fyrir heimilislausa
  • Bjarmahlíð ný miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (samstarf við ríkið)
  • Barnahús opnað (samstarf við ríkið)
  • Kvennaathvarf á Akureyri (samstarf við ríkið)
  • NPA samningar innleiddir
  • Akureyrarbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
  • Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
  • Markviss skimun fyrir ofbeldi
  • Nýir þjónustukjarnar fyrir fatlað fólk
  • Endurnýjaður samstarfssamningur við Aflið
  • Einfaldari tilkynningar til barnaverndar
  • Tekjumörk á afslætti fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyris hækkuð 

Aukið samráð

  • Tilraunaverkefni um íbúasamráð vegna leiðarkerfis strætó
  • Þátttaka í þjónustukönnunum Gallup
  • Sérstakt fjármagn til hverfisnefnda Hríseyjar og Grímseyjar
  • Verkefnið Brothættar byggðir í Hrísey 
  • Verkefnið Brothættar byggðir í Grímsey framlengt
  • Skipaður stýrihópur um íbúasamráð

Öflugt atvinnulíf

  • Ný atvinnustefna í bígerð
  • Samkeppnisgreining á íbúa- og atvinnumarkaði
  • Stofnun SSNE með sameiningu AFE, AÞ og Eyþings til að tryggja kraftmeira starf
  • Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra
  • Markaðssetning á Hrísey og Grímsey
  • Ný heimasíða visitakureyri.is
  • Aukinn stuðningur við Fab Lab smiðju
  • Akureyrarbær veitir formennsku í Arctic Mayors samstarfi

Blómlegt menningarlíf

  • Aukinn stuðningur við SinfóníuNord vegna upptöku á kvikmyndatónlistar
  • Barnamenningarhátíð haldin árlega
  • Hækkun framlags í menningarsjóðs til listamanna
  • Styrkir til ungra og efnilegra listamanna
  • Stofnun listsjóðsins Verðandi
  • Nýr þjónustusamningur við Minjasafnið
  • Gerð safnastefnu

Leiðandi í umhverfismál

  • Ný skólphreinsistöð
  • Þriðji metan strætisvagninn tekinn í notkun
  • Gróðursettar plöntur í „Græna trefilinn“
  • Tilrauna- og átaksverkefni um aukna nýtingu moltu (samstarf við ríki)
  • Rafvæðing hafna (styrkur frá ríki)
  • Umhverfisþing ungmenna á Norðurslóðum haldið
  • Samstarfssamningur við Festa um loftslagsyfirlýsingu
  • Barist gegn óæskilegum gróðri

Framúrskarandi þjónusta

  • Aukin upplýsingagjöf til íbúa
  • Reikningar Akureyrarbæjar í íbúagátt
  • Afsláttur af gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey
  • Upplýsingastefna og aðgerðaráætlun samþykkt
  • Nýtt smáforrit fyrir íbúa í undirbúningi
  • Ný upplýsingastefna og aðgerðaráætlun
  • OneLandRobot tekið í notkun á skipulagssviði

Covid viðbrögð

  • Almannaheillanefnd og Neyðstjórn virkjuð
  • Bakvarðasveit í velferðarþjónustu sett á laggirnar
  • Alls 1000 sumarstörf í boði
  • Viðburða- og vöruþróunarsjóður settur á laggirnar
  • Markaðsátak á innanlandsmarkaði
  • Auka úthlutun menningarsjóðs
  • Frestun gjalddaga fasteignagjalda fyrir atvinnuhúsnæði
  • Leiðrétting á þjónustugjöldum vegna skerðingar á þjónustu
  • Fjölgun gjalddaga fasteginagjalda á íbúðarhúsnæði

Ábyrg fjármálastjórn

  • Úttekt á málaflokki fatlaðra, aukin fjárhagskrafa á ríki
  • Framlengja ekki ósanngjarnan samning við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimila
  • Nýtt fjárhagsáætlunarkerfi innleitt
  • Innleiðing á evrópu staðli í rafrænum reikningum
  • Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna lækkuð

Þá hafa þrjú mjög mikilvæg baráttumál heimamanna til margra ára loks hlotið hljómgrunn ríkisvaldsins: Tvær nýjar heilsugæslustöðvar, legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri og endurnýjun flugstöðvar og flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Þá er hafin mikilvæg vinna við skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar í samstarfi við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og SSNE. 

Framundan eru krefjandi tímar í rekstri Akureyrarbæjar, í því verkefni skiptir miklu máli að standa sérstakan vörð um hagsmuni viðkvæmra hópa, horfa til þess að heimsfaraldurinn auki ekki á ójöfnuð, halda áfram að stíga mikilvæg skref í loftslagsmálum á sama tíma og við blásum til sóknar, enda engin ástæða til þess að pakka aðeins í vörn. Vonandi verða fljótt fleiri stundir þar sem við getum hist í raunheimum og farið sameiginlega yfir þau verkefni sem við okkur blasa og auðvitað alþingiskosningar sem framundan eru. 

Með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, með von um betri tíð og bóluefni