Grindavík framtíðarinnar
Fimmtán framkvæmanleg kosningaloforð
Samfylkingin og óháðir setja fram 15 mælanleg loforð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta eru málin sem við setjum á oddinn og einsetjum okkur að klára þannig að skýr árangur og mælanlegar breytingar sjáist fyrir lok kjörtímabilsins. Með þínu atkvæði getur þú hjálpað okkur að láta verkin tala!
- Nýtt sundlaugarsvæði - bærinn setji sér heildstæða stefnu í uppbyggingu íþróttasvæðis í góðri samvinnu við UMFG, með sundlaugarsvæðið í forgangi.
- Ungmennahúsi verði fundið fullnægjandi húsnæði til frambúðar.
- Efla og styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi grunnskólans þannig að nemendur verði vel undirbúnir fyrir frekara nám að lokinni grunnskólagöngu
- Grindavík verði í fremstu röð áfangastaða ferðamanna með því að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða með framlögum úr Uppbyggingarsjóði ferðamannastaða.
- Tryggja vernd menningarminja með framlögum hins opinberra: Kirkjugarðurinn á Stað, Selatangar, Húshólmi og Eldvörp verði sett í forgang.
- Fylla 100 hektrara iðnaðarsvæðið vestan við bæinn af öflugum fyrirtækjum á átta árum.
- Opin svæði bæjarsins verði gædd lífi, leiktækjum fjölgað og aðstaða bætt. Grindvíkingar geti kosið með beinu íbúalýðræði hvaða svæði fá forgang og með hvaða hætti.
- Skipuleggja miðbæjarkjarna og klára vinnu við miðbæjarskipulag í góðu samráði við íbúa og hagsmunaaðila.
- Byggja upp og ljúka framkvæmdum við fjölnota almenningsgarð þar sem nú er hálfkláraður Sjómannagarður.
- Setja á fót nýtt skógræktarsvæði í samstarfi við skógræktarfélag Grindavíkur og hið opinbera.
- Efla félagsstarf yngri borgara - Tryggja fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarf og stofna öfluga rafíþróttadeild.
- Tryggja Fisktækniskóla Íslands fullnægjandi framtíðarhúsnæði.
- Ljúka við uppbyggingu félagsaðstöðu eldri borgara.
- Sveitarfélagið beiti sér fyrir því, í samvinnu við óhagnaðdrifin húsnæðisfélög, að byggt verði húsnæði fyrir fyrstu íbúðakaupendur og fólk í lægri tekjuhópum.
- Setja upp fimm nýja ærslabelgi og dreifa þeim um bæinn.