Hildur Rós Guðbjargardóttir

Kæru félagar, ég hef ákveðið að bjóða mig fram í framkvæmdarstjórn.

Þið sem þekkið mig ekki þá heitir ég Hildur Rós Guðbjargardóttir og er ég þriggja barna móðir í Hafnarfirði, vinn á hjúkrunarheimili og er í grunnskólakennara námi. Ég ólst fyrstu árin upp á Eyrarbakka og fluttist á milli staða. Ég er barn einstæðrar móður og þekki það að vera barn öryrkja og búa við fátækt. Reynslan sem hefur mótað mig sem jafnaðarkonu teygir sig í upplifanir á eigin skinni sem einnig er raunveruleiki margra í samfélaginu. Ég tel að reynsla mín sé verðmæt og að ég geti boðið upp á þekkingu og sýn sem nýtist í starfi.  Ég hef ég verið viðloðandi Samfylkinguna síðan 2016 vegna þess að ég heillaðist að jafnaðarstefnunni og hugmyndinni um jöfn tækifæri allra. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram í framkvæmdarstjórn er einfaldlega vegna þess að mig langar að efla fræðslu innan flokksins, leggja sterkari grunn fyrir því út á við hvað Samfylkingin stendur fyrir og allra helst styrkja og styðja aðildarfélögin og grasrótina með betri hætti. Að lokum þykir mér mikilvægt að fara í stefnumótun strax eftir landsfund og efla samstöðu fyrir komandi kosningar.  

Með bestu kveðju,
Hildur Rós Guðbjargardóttir