Samfylkingin í Reykjavíkurdæmunum

Harmonikkuleikari og hagfræðingur

Kristrún Frostadóttir hefur starfað við efnahagsmálagreiningu og -ráðgjöf síðustu ár á Íslandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi, en hefur nú undið sínu kvæði í kross og gengið til liðs við Samfylkinguna.

Kynnstu Kristrúnu

Lögfróð leikkona með sterka réttlætiskennd

Helga Vala hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2017, þar sem hún hefur meðal annars barist fyrir réttindum þolenda, öryrkja og flóttafólks, en einnig beint sjónum sínum að geðheilbrigðismálum og öflugu íþróttastarfi. Helga Vala leiðir listann okkar í Reykjavík norður.

Hittu Helgu

Frambjóðendur í Reykjavík suður

Heilsuhagfræðingur, hönnuður, hjúkrunarfræðingur, listakona, rafiðnaðarmaður og fyrrum leikhússtjóri. Það er alls konar fólk á listanum okkar í Reykjavík suður.

Líttu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður

Frambjóðendur í Reykjavík norður

Hugbúnaðarhönnuður, rithöfundur, deildarstjóri í leikskóla, arkitekt, kaospilot, útfararstjóri og eitt stykki fyrrverandi forsætisráðherra! Það kennir ýmissa grasa á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Líttu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður

Kíktu í kaffi!

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar .

 • Kosningakaffið í Reykjavík er í Gamla bíó frá kl. 14 - 17.

 • Kosningavaka Samfylkingarinnar verður haldin í Gamla bíó.

  Húsið opnar kl. 20:30 og ætlar Young Nazareth að hita upp.

  Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, heldur ræðu eftir fyrstu tölur.

  Við hlökkum til að sjá ykkur!

 • Almennur opnunartími er 9 - 17 alla virka daga og svo breytilegur um helgar og á kvöldin. í Reykjavík er við Laugaveg 26, gengið inn frá Grettisgötu.

 • Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Reykjavík er við Laugaveg 26, gengið inn frá Grettisgötu 4 - 6 við bílaplan. Gengið inn um dyrnar lengst til vinstri, inn gang og upp eina hæð (stigi og lyfta, þriðja hæð í lyftu).

 • Hálfdán Theodórsson er kosningastjóri í Reykjavík - [email protected] og Aldís Mjöll Geirsdóttir [email protected]