Upplýsingar um val á lista í Reykjavík

Borgarstjórnarkosningar fara fram 14. maí

Borgarstjórnarkosningar fara fram þann 14. maí 2022 og sér Fulltrúaráð Samfylkingarfélaganna í Reykjavík (FSR) um val á lista, í samræmi við lög Samfylkingarinnar og Skuldbindandi reglur um val á framboðslista. Á aðalfundi FSR var samþykkt að halda stuðningsmannaflokksval fyrir fyrstu sex sæti listans og að uppstillingarnefnd myndi að því loknu taka við og stilla upp í sæti 7 til 46. 

Flokksval

Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík fer fram rafrænt helgina 12.-13. febrúar 2022. Hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar fyrir kjósendur, m.a. um kosningarétt og framkvæmd, hér og hægt er að nálgast allar upplýsingar um framboðin hér.

Kjörstjórn 

FSR skipaði fimm manna kjörstjórn:

Ásta Guðrún Helgadóttir, formaður

Ásþór Sævar Ásþórsson, ritari

Halla Gunnarsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir

Sigfús Ómar Höskuldsson

Kjörstjórn ber ábyrgð á framkvæmd flokksvals og upplýsingamiðlun til frambjóðenda og kjósenda.

Kosning og talning

Til þess að seðill teljist gildur þarf að raða að minnsta kosti fjórum frambjóðendum í sæti, en ekki er hægt að velja fleiri en sex frambjóðendur í sæti 1-6. Þar að auki má skila inn auðum seðli.

Samkvæmt lögum og samþykktum Samfylkingarinnar, fást niðurstöðurnar eins og hér er lýst:

3.3 að niðurstöður fyrir 6 efstu sæti skuli fengnar sem hér segir; 

3.3.1 í 1. sæti = frambjóðandi með hæstu atkvæðatölu í 1. sæti 

3.3.2 í 2. sæti = frambjóðandi með hæstu samanlagða atkvæðatölu í sæti 1 til 2 3.3.3 í 3. sæti = frambjóðandi með hæstu samanlagða atkvæðatölu í sæti 1 til 3 3.3.4 í 4. sæti = frambjóðandi með hæstu samanlagða atkvæðatölu í sæti 1 til 4 3.3.5 í 5. sæti = frambjóðandi með hæstu samanlagða atkvæðatölu í sæti 1 til 5 3.3.6 í 6. sæti = frambjóðandi með hæstu samanlagða atkvæðatölu í sæti 1 til 6 

Úrslit prófkjörsins eru bindandi, að teknu tilliti til laga Samfylkingarinnar að ekki megi halla á konur. Samkvæmt samþykkt FSR þá er um svokallaðan paralista að ræða. 

Paralisti er samkvæmt skuldbinandi reglum Samfylkingarinnar um val á lista:

  • Paralisti: Kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.

Ólíkt fléttulista, sem er karl-kona-karl-kona, þá mega tvær konur ….

Tilkynnt verður um úrslit flokksvals snemma kvölds þann 13. febrúar 2022 og mun þá uppstillingarnefnd hefja formlega störf.

Uppstillingarnefnd

Uppstillingarnefnd tekur til starfa þegar úrslit flokksvalsins hafa verið kunngjörð. Í uppstillingarnefnd sitja:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður

Auður Alfa Ólafsdóttir

Axel Jón Ellenarson

Bjarni Jónsson

Guðrún Lilja Kvaran

Gunnar Alexander Ólafsson

Magnús Jochum Pálsson

Vilborg Oddsdóttir

Uppstillingarnefnd skal skila af sér fullbúnum lista til samþykktar á Allsherjarfundi FSR eigi síðar en 6. mars 2022.

Uppstillingarnefnd er sjálfstæð í sínum störfum og er einungis bundin niðurstöðu flokksvalsins fyrir sæti 1-6. Niðurstöður flokkvalsins fyrir sæti 7 og neðar eru ekki bindandi að neinu leyti.

Uppstillingarnefnd mun kalla eftir tillögum frá flokksfélögum um fólk sem hefði áhuga á að taka sæti á lista og gerir hún það að flokksvali loknu og auglýsir það sérstaklega.