Zoom

Græna byltingin og fjármálakerfið - hvernig stefnum við að sjálfbæru hagkerfi?

Málefnanefnd umhverfishóps Samfylkingarinnar býður öllum á opinn rafrænann umræðufund um uppbyggingu græns atvinnulífs á Íslandi. Hvernig má nýta markaðina við grænu umbreytinguna og hvað er þegar verið að gera? Hvernig komum við orðum í verk?

Tengjast fundinum hér https://zoom.us/j/92055504450

Gestir fundarins eru þau, Logi Einarsson - þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, Kristín Soffía Jónsdóttir - borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur og Bjarni Herrera Þórisson - framkvæmdastjóri og einn eigenda CIRCULAR Solutions sem sérhæfir sig í sjálfbærni og UFS málum.

Þessir einstaklingar verða fegnir til að ræða stöðuna, áskoranir og lausnir við umbreytingu næstu ára á samfélaginu vegna loftslagsmála.

Eva Baldursdóttir formaður umhverfishópsins stýrir umræðum við þessa skemmtilegu og áhugaverðu gesti. Og að sjálfsögðu gefst ykkur tækifæri á að spjalla við gestina og spyrja spurninga sem liggja ykkur á hjarta.

----

Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á græna uppbyggingu til framtíðar og að Íslandi verði leiðandi í umhverfismálum.

Borgarstjórn lagði fram metnaðarfullt sókarnátak í Reykjavíkurborg á síðasta ári, Græna planið, sem byggir á sjálf­bærni og skýrri fram­tíð­arsýn um kolefn­is­hlut­laust borg­ar­sam­félag. Meðal verkefna þar er stór aukning í atvinnuþróun og nýsköpun í atvinnulífi borgarinnar.

Logi Einarsson, ásamt þingflokki Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um græna atvinnubyltingu. Í henni eru lagðar til 10 leiðir í átt að grænni atvinnubyltingu og markmiðið er að skapa verðmæt græn störf, efla innviði, auka umsvif í efnahagslífinu og tryggja að viðspyrnan eftir efnahagsáhrif heimsfaraldursins samræmist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hér má kynna sér þingsályktunartillöguna og Ábyrgu leiðina.