Zoom

Allsherjarfundur Samfylkingarfélaga í Reykjavík

Ágæta Samfylkingarfólk! 

Boðað er til allsherjarfundar Samfylkingarfélaga í Reykjavíkkl.13:00 laugardaginn13. febrúar 2021, í samræmi við samþykkt FSR frá 27. nóvember síðastliðnum.

Fundurinn verður haldinn á Zoom og atkvæðagreiðslur fara fram í gegnum Outcome kerfið.
Þeir sem ætla að sækja fundinn eru beðnir að skrá sig með því að fylla út meðfylgjandi og fá á móti senda slóð á fundinn. Vakin er athygli á því að til að taka þátt í atkvæðagreiðslu þarf fólk að hafa íslykil eða rafræn skilríki.

Skráning á fundinn hér: https://forms.gle/hKqbsuzgkvStGDGEA

Á fundinum verður gerð grein fyrir vinnu uppstillinganefndar og tillaga hennar að framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður kynnt og borin upp til samþykktar.
 
Vakin er athygli á því að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmi er heildstæð og verður borin upp þannig í samræmi við

a. samþykkt FSR frá 27. nóvember 2020 þar sem segir;

  • „Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021, fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021.
  • Uppstillinganefnd skal raða listum fyrir bæði kjördæmi saman í samræmi við reglur Samfylkingarinnar.
  • Uppstillingarnefnd skal skila af sér fullbúnum framboðslistum til Allsherjarfundar FSR.
  • Uppstillingarnefnd skal fá undirritun frambjóðenda (í efstu 5 sætum beggja lista) á samning um réttindi og skyldur frambjóðenda Samfylkingarinnar áður en tillagan er lögð fyrir Allsherjarfund FSR.“.

    b. 16.grein laga FSR þar sem segir;
  • „Meðan sú skipan helst að Reykjavík er tvö kjördæmi kemur Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík fram sem kjördæmisráð beggja kjördæmanna, óháð búsetu félagsmanna og fulltrúanna innan Reykjavíkur. Það skal í störfum sínum skoða Reykjavík sem eina heild. Val á framboðslista beggja kjördæmanna skv. 17. grein skal óháð búsetu félagsmanna og stuðningsmanna innan Reykjavíkur.“

    c. Grein 9.13 laga Samfylkingarinnar
  • Þar sem eitt sveitarfélag eru tvö kjördæmi eða fleiri, fer fulltrúaráð aðildarfélaganna í sveitarfélaginu sameiginlega með hlutverk kjördæmisráða þeirra beggja eða allra.