Sóltún 26

60+ fundur

Ágætu félagar í 60+

Fyrsti miðvikudagfundur 60+ verður haldinn í Sóltúni 26 miðvikudaginn 3. mars kl. 10 - 12. 


Gestir okkar verða þeir Viðar Eggertsson sem er í þriðja sæti á framboðslista í Reykjavík suður og Finnur Birgisson sem er í sjötta sæti á lista í Reykjavík norður.  


Viðar er kunnur sem leikari og leikhússtjóri Útvarpsleikhússins.  Hann er líka skrifstofustjóri hjá Landssambandi eldri borgara og hefur vakið athygli með blaðaskrifum um kjör eldra fólks. 


Finn þarf ekki að kynna fyrir félögum í 60+ en hann hefur í mörg ár fjallað um lífeyrismálin bæði innan flokksins og í blöðum.  


Annars munu þeir Viðar og Finnur kynna frekar áherslur sínar nú og þegar kosningabaráttan fer á flug í haust.