Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum til alþingiskosninga - frestur til 23. mars

hvítt lógó, samfylkingin

Kjördæmisfundur Norðvesturkjördæmis sem haldinn var laugardaginn 20. febrúar sl. samþykkti tillögu stjórnar um að valið verði á framboðslista til alþingiskosninga 2021 skv. aðferð 3.3 b. lið í reglum flokksins um val á framboðslista., Aukið kjördæmisþing.

Samþykkt var að þingið verði haldið rafrænt laugardaginn 27. mars.  Á kjördæmisþinginu verður kosið um fjögur efstu sætin og raðað eftir paralista skv. skilgreiningu úr reglum flokksins. Paralisti: Kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1. eða 2. hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.
 
Kjörstjórn var kosin; Bryndís Friðgeirsdóttir - Ísafirði, Guðrún Vala Elísdóttir - Borgarfirði og Guðni Kristjánsson - Skagafirði.  
 
Uppstillinganefnd var kosin; Anna Kristín Gunnarsdóttir - Skagafirði, Lína Björg Tryggvadóttir - Ísafiði, Sigrún Ríkharðsdóttir - Akranesi, Ívar Örn Reynisson - Borgarbyggð og Magnús Bjarnason - Ísafirði.
 
Frestur til að tilkynna framboð rennur út þriðjudaginn 23. mars 23.00. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í eitt af fjórum efstu sætunum tilkynni það til kjörstjórnar í netfangið [email protected] fyrir þann tíma. Kjörstjórn mun kynna frambjóðendur tveimur sólarhringum fyrir fundinn.
  
Val fulltrúa á kjördæmisþingið fer fram hjá aðildarfélögunum en kjöskrá lokar endanlega 20. mars kl. 10.00. Mjög brýnt er að allir sem vilja komast á þingið hafi samband við sitt aðildarfélag vel fyrir þann tíma og einnig er mjög mikilvægt að allir hafi rétt netfang skráð þar sem um rafrænan fund verður að ræða. 
 

Með kærri kveðju
Kjörstjórn Norðvesturkjördæmis,
Guðrún Vala, Bryndís og Guðni