Sóltún 26. 105 Reykjavík

Kynjuð fjármál í Covid kreppunni

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar býður til fundar um kynjuð fjármál í kreppu.

Femínísk fjármál - félag um kynjuð fjármál gaf nýverið út skýrsluna Covid kreppan og jafnrétti. Til okkar koma Steinunn Rögnvaldsdóttir og Steinunn Bragadóttir frá félaginu og kynna fyrir okkur skýrsluna og fjalla um jafnrétti á kreppu tímum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Oddný Harðardóttir þingkonur Samfylkingarinnar ræða áhrif kreppunnar á jafnrétti og Heiða Björg Hilmisdóttir fjallar um kynjaða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.

Fundarstjóri er Steinunn Ýr Einarsdóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

Fundurinn verður haldinn í sal Samfylkingarinnar. Ekki geta verið fleiri en 50 manns á fundinum.