Zoom

Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 13. mars á Zoom, við hvetjum alla til að taka þátt en flokksstjórnarfundinum eru opnir öllum flokksfélögum. Tökum virkan þátt í flokksstarfinu!

Á landsfundi 6. og 7. nóvember í fyrra var samþykkt að fresta afgreiðslu endurskoðaðrar stefnu til flokksstjórnarfundar, stefnan verður því lögð til afgreiðslu á þessum flokksstjórnarfundi.
TENGJAST FUNDINUM HÉR.


Landsfundarfulltrúar hafa því atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi þegar stefnan verður lögð fram til afgreiðslu.
En aðeins kjörnir flokksstjórnarfulltrúar hafa atkvæðisrétt í öðrum liðum en varða stefnu flokksins.

STEFNUDRÖGIN.

SENDA INN BREYTINGATILLÖGU.

DRÖG AÐ FUNDARSKÖPUM FYRIR FUNDINN.

Dagskrá:

 • Heiða Björg Hilmisdóttir setur fundinn formlega og kynnir endurskoðaða stefnu flokksins
 • Umræður um stefnuna
 • Ræða formanns
 • Endurskoðuð stefna lögð fram til afgreiðslu
 • Nýtt fyrirkomulag og forysta málefnanefnda kynnt
 • Tillaga framkvæmdarstjórnar um sáttanefnd lögð fram til afgreiðslu
  Vinna, velferð og græn framtíð
 • Almennar umræður 
 • Fundi slitið
  *Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
  *Áætluð fundarlok er kl. 14:00.