Zoom

Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar verður haldinn laugardaginn 13. mars, við hvetjum alla til að taka þátt en flokksstjórnarfundir eru öllum opnir sem skráð eru í flokkinn. Við kynnum dagskrá og fyrirkomulag innan skamms.

Á landsfundi sem haldinn var 6. og 7. nóvember á síðasta ári samþykkti landsfundur að fresta afgreiðslu endurskoðaðrar stefnu til flokksstjórnarfundar, sem verður því lögð til afgreiðslu á þessum flokksstjórnarfundi.

Þau sem voru kjörin sem landsfundarfulltrúar fyrir síðasta landsfund hafa því atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi þegar stefnan verður lögð fram til afgreiðslu.

Fundurinn mun vera rafrænn.

Framkvæmdastjórn hefur vísað öllu málefnastarfi; tillögum málefnanefnda, drögum frá ritstjórn og tillögum félaga til áframhaldandi vinnslu fram að næsta flokksstjórnarfundi.

Skráning á fundinn hér.