Zoom

Aðalfundur Sveitarstjórnarráðs 2021

Samfylkingin,

Aðalfundur Sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar verður haldinn rafrænt þann 15. apríl næstkomandi kl 17:00.

Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, skal skipað öllu því fólki sem kjörið er sem aðalmenn f.h. Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í sveitastjórnir í landinu í sveitastjórnarkosningum hverju sinni. Fulltrúar af sameiginlegum framboðslistum eiga þar þó einungis sæti ef þeir eru félagar í Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.

 
Dagskrá fundarins:

  • Setning
  • Skýrsla formanns sveitastjórnarráðs Péturs Hrafns Sigurðssonar
  • Ávarp formanns Samfylkingarinnar, Logi Einarsson
  • Kosning formanns, ritara og gjaldkera
  • Kosning tveggja varamanna
  • Betri samvinna og aukin ásýnd sveitarstjórnarfulltrúa innan Samfylkingarinnar, varaformaður Samfylkingarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir
  • Önnur mál