Zoom

Kjördæmisráðsfundur í Norðausturkjördæmi

Fundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldinn miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00.
 

Fundurinn verður haldinn á Zoom. Frestur til að skrá sig er til 7. apríl kl.12:00, skráningaform barst í tölvupósti til þeirra sem eiga setu- og atkvæðisrétt. Fundarslóð verður send á skráða þátttakendur eftir að frestur rennur út til skráningar. 

Skrá mig á fundinn: https://forms.gle/ujzYAy4A488PNLmeA

Dagskrá

  • Formaður kjördæmisráðs setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra.
  • Fundarstjóri fer yfir fyrirkomulag og dagskrá fundarins. 
  • Formaður uppstillingarnefndar kynnir starf nefndarinnar og tillögu hennar að framboðslista.
  • Umræður um tillöguna.
  • Atkvæðagreiðsla.
  • Önnur mál.

Á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi 28. janúar sl. var samþykkt að viðhafa uppstillingu á framboðslista flokksins til Alþingiskosninganna 25. september nk.