Facebook live

Rafrænn 1. maí

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir höldum við 1. maí hátíðlegan, og fáum til okkar Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, til af færa okkur hugvekju á þessum degi verkalýðsins.

Einnig gerum við okkur glaðan dag með ljúfum tónum og gríni og mun Ellen Calmon, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, stýra dagskrá.

Dagskrá:

  • Lilja Valdimarsdóttir spilar fyrir okkur Alþjóðasöng verkalýðsins, Internasjónalinn, á franskt horn.
  • Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur 1. maí ávarp.
  • Spjall og söngur með Svavari Knúti.
  • Lóa sér um grínið og verður með uppistand.
  • Lilja Valdimarsdóttir kveður svo áhorfendur með ljúfum sumartónum.

Sjáumst 1. maí, hægt er að fylgjast með útsendingu á fésbókarsíðum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Samfylkingarinnar.

 

  • Logi Einarsson
  • Lilja Valdimarsdóttir spilar á franskt horn
  • Lóa Björk uppistandari
  • Spjall og söngur með Svarari Knút
  • Ellen Calmon stýrir dagskrá