Zoom

Stefnumót með frambjóðanda - Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Rósa Björk,

Stefnumót með frambjóðendum – spurt og spjallað?

Hver er uppáhaldsmatur Rósu?
Fyrir hverju brennur hún?

Þetta og margt margt fleira færðu að vita ef þú sest við skjáinn á næstu dögum til að kynnast frambjóðendum okkar í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmunum suður og norður.

„Ég hlakka mjög til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag og hef fulla trú á að Samfylkingin og pólitískar áherslur flokksins eigi að vera í næstu ríkisstjórn.“ - Rósa Björk.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til rafrænna stefnumóta með þeim Jóhanni Páli, Helgu Völu, Kristrúnu, Dagbjörtu, Viðari og Rósu Björk núna í byrjun maí sem hér segir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, áður óháð þingkona og áður þingkona VG. Sit í utanríkismálanefnd Alþingis, form. Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fyrrv. varaforseti Evrópuráðsþingsins.

Fæðingarár; 9. febrúar 1975

Hjúskaparstaða og aðstæður; Er í sambúð með Kristjáni Guy Burgess, alþjóðastjórnmálafræðingi og fyrrv. framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Eigum 3 börn; Bjart (2012), Snæfríði (2013), Amíru Snærós (2003).

Heimilisfang; Melhagi 17, 107, Reykjavík.

Pólitískar áherslur Samfylkingarinnar og mínar eru nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geta notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu en líka á frið, sjálfbærni, grænar lausnir og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni á Alþingi og svo “Græna planið” undir forystu og að frumkvæði Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg. Það gerði útslagið fyrir mig þegar ég tók ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar þann 16. desember. Ég hlakka mjög til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag og hef fulla trú á að Samfylkingin og pólitískar áherslur flokksins eigi að vera í næstu ríkisstjórn.