Laugardalur

Gönguferð 60+

Kæru félagar

Næsta miðvikudag 9. júní kl. 14:00 ætlum að fara í sumargöngu. Að þessu sinni ætlum við að gangaum Laugardalinn og verður Þorkell Heiðarsson, varaborgarfulltrúi, leiðsögumaður okkar. 

Við hittumst á bílastæðinu fyrir framan innganginn inn í garðinn - Skautahöllin og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er við bílastæðið, sama stað og gengið er gjarnan inn í garðinn þegar haldið er á Kaffi Flóru . 

Gangan mun vara í um 1,5 klst. og eftir hana ætlum við að setjast niður á Kaffi Flóru og fá okkur kaffi og með því. Þau sem því ekki treysta sér í gönguna geta hitt okkur um kl. 15:30 á Kaffi Flóru. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.