Betri kjör fyrir eldra fólk og öryrkja

Samfylkingin vill bæta kjör eldra fólks og öryrkja.

Tímabærar kjarabætur

Við ætlum að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja með því að hækka greiðslur í skrefum og byrja strax. Eldra fólk og öryrkjar hafa dregist langt aftur úr í lífskjörum á síðustu árum og hvergi eru skerðingar í almannatryggingum meiri en á Íslandi. Þessu verður að breyta. Það vill Samfylkingin gera með því að stíga markviss skref í upphafi kjörtímabilsins og vinna að frekari kjarabótum í framhaldinu. Samfylkingin vill heildarendurskoðun almannatrygginga á næsta kjörtímabili. Markmið okkar er að lífeyrir verði ekki lægri en lægstu laun, að dregið verði úr skerðingum, að frítekjumark lífeyrisgreiðslna verði fjórfaldað upp í 100.000 og að frítekjumark atvinnutekna verði þrefaldað upp í 300.000.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera strax?

  • Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. 
  • Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund.
  • Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur.

Hlaða niður stefnu

Viltu skoða stefnuna á PDF? Gjörðu svo vel!

Hlaða niðiur á PDF