Frambjóðendur í flokksvali í Norðvesturkjördæmi

Alls hafa níu aðilar gefið kost á sér til flokksvals í Norvesturkjördæmi.
Alls hafa níu aðilar gefið kost á sér til flokksvals í Norvesturkjördæmi, aðeins ein kona gaf kost á sér í fyrstu fjögur sætin, en á kjördæmisþinginu 20. febrúar sl. var samþykkt að listinn yrði paralisti og því hefur kjörstjórn samþykkt á fundi sínum í dag, 24. mars, að einungis verði kosið um þrjú efstu sætin til að uppfylla þá samþykkt.
Uppstillingarnefnd mun raða í sætin þar fyrir neðan á listanum sbr. samþykkt fundarins.
Kosið verður á rafrænum fundi á laugardaginn kemur, 27. mars kl. 11:00.
Fimm gefa kost á sér í 1. sæti.
Ein gefur kost á sér í 1. - 2. sæti.
Þrír gefa kost á sér í 1. – 4. sæti
Hér er hægt að sjá heildarlista frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi.