Jafnaðarstefna í byggðaþróun og samgöngum

Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi.

Jafnaðarstefna í efnahags- og atvinnumálum

Veldu málefni undir jafnaðarstefna í byggðaþróun og samgöngum

Sjá öll málefnin

Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi.

Samfylkingin lítur á Ísland sem eina heild þar sem sterkt höfuðborgarsvæði nýtur góðs af blómstrandi byggðum og bæjum um land allt og öfugt. Við viljum byggja höfuðborgarsvæði sem keppir við aðrar borgir í okkar heimshluta og er brimbrjótur Íslands í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Á sama tíma viljum við nýta til fulls sérstöðu og sóknarfæri landsbyggðanna sem felast ekki síst í nánd við einstaka íslenska náttúru og gjöfular auðlindir. Þessi markmið eru ekki andstæð heldur styðja hvort annað.

Samfylkingin leggur áherslu á góða samvinnu milli borgar og byggða. Við vinnum að sameiginlegum hagsmunum og auknum samhljómi meðal landsmanna á grundvelli jafnvægis og gagnkvæmrar virðingar. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi. Það  kallar á að við vinnum betur að því að tryggja jöfn tækifæri og möguleika allra landsmanna óháð búsetu, svo sem til atvinnu, menntunar, menningar og hvers kyns þjónustu.

Samfylkingin vill að markmið atvinnu- og byggðaþróunar verði skilgreind eftir styrkleikum landshluta og vinnusóknarsvæða og að út frá þeim verði mótuð framsækin atvinnustefna fyrir Ísland allt sem taki einnig til uppbyggingar menntastofnana og heilbrigðisstofnana. Þannig má vinna markvisst að farsælli byggðaþróun í landinu. Huga þarf að störfum fyrir fólk af öllum kynjum. Sveitarfélögin eru best til þess fallin að leiða vinnu af þessu tagi sjálf í nánu samstarfi innan landshlutasamtaka sveitarfélaga. Samfylkingin vill stuðla að frekari sameiningu sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins að undangengnum atkvæðagreiðslum.