Upplýsingar fyrir kjósendur í Kópavogi

Flokksvalið fer fram helgina 18. - 19. febrúar

Kjörseðill hér: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com

Upplýsingar um frambjóðendur hér: https://xs.is/frambjodendur-i-kopavogi-2022

Upplýsingar fyrir kjósendur hér: https://xs.is/upplysingar-fyrir-kjosendur-i-kopavogi

Hver eiga kosningarétt?

Þau eiga kosningarétt sem:

  • Hafa náð 16 ára aldri á seinni valdegi, 19. febrúar 2022 og
  • eru með lögheimili í Kópavogi og eru annað hvort:
    skráðir félagar í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða
    skráðir stuðningsaðilar Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands
  • og uppfylla þessi skilyrði föstudaginn 11. febrúar 2022 kl. 11:59.

Hvenær er kosið?

Rafræna kosningakerfið er opið frá föstudeginum kl. 12:00 18. febrúar - 19. febrúar kl. 16:00

Búast má við því að úrslit flokksvalsins verði birt um kvöldið.

Hvernig er kosið?

Kosningin fer fram rafrænt á xs.is. Kjósandi skráir sig inn í kosningakerfið með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Kjósandi fyllir út kjörseðilinn með því að raða frambjóðendum í 1. til 4. sæti. Kjósandi skal að lágmarki raða í fjögur sæti og hámarki fimm.  

Til að skila auðum seðli hakar kjósandi í reitinn „Skila auðu“.  

Kjósandi getur breytt atkvæði sínu allt þar til kosningu lýkur. Þá gildir síðast greidda atkvæðið.

Eigi kjósandi í vandræðum með kosningakerfið er hægt að hafa samband við kjörstjórn með tölvupósti [email protected] eða í síma 414-2200. 

Námsmenn á Norðurlöndum 

Námsmenn á Norðurlöndum, sem áður áttu lögheimili í Kópavogi, geta kosið í flokksvalinu. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra, sem dveljast með þeim í viðkomandi landi. 

Þau sem óska eftir að vera bætt á kjörskrá, samkvæmt þessari heimild, geta sent inn beiðni þess efnis. Með beiðni skal fylgja staðfesting á skólavist. Kjörstjórn tekur við beiðnum af þessu tagi allt til loka kjörfundar. Beiðni ásamt staðfestingu á skólavist, skal send með tölvupósti á [email protected]

Beiðni um að vera bætt á kjörskrá jafngildir ekki skráningu sem félagi í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða sem stuðningsaðili hennar. Þannig verða aðeins þau tekin á kjörskrá sem voru rétt skráð í flokkinn eða sem stuðningsaðili hans fyrir skráningarfrest, föstudaginn 11. febrúar kl. 11:59.

Þá felur beiðni um að vera bætt á kjörskrá í flokksvalinu ekki í sér að viðkomandi eigi þá sjálfkrafa kosningarétt í borgarstjórnarkosningunum sjálfum. Þjóðskrá Íslands afgreiðir slíkar umsóknir og skulu þær hafa borist 36 dögum fyrir kjördag. Sjá hér: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/kjorskra/namsmenn-a-nordurlondum/

Erlendir ríkisborgar

Kosningaréttur í flokksvalinu er óháður ríkisfangi. 

Þau sem uppfylla skilyrðin um að vera félagi í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands eða stuðningsaðili hennar, hafa lögheimili í Reykjavík og eru orðin 16 ára eiga kosningarétt í forvalinu, óháð ríkisfangi.  

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis

Samkvæmt reglum um flokksvalið eiga félagar í Samfylkingunni - jafnaðarmannaflokki Íslands og stuðningsmenn hennar sem ekki eru með lögheimili í Reykjavík við lok skráningarfrests, föstudaginn 11. febrúar kl. 11:59, ekki kosningarétt í flokksvalinu. Eina undanþágan varðar námsmenn á Norðurlöndum, sem áður er getið.

Skráning í Samfylkinguna - jafnaðarmannaflokk Íslands

Nýskráning  í flokkinn

Til að eiga kosningarétt í flokksvalinu sem félagi í flokknum, þarf skráning í Samfylkinguna - jafnaðarmannaflokk Íslands að hafa borist fyrir föstudaginn 11. febrúar 2022 kl. 11:59. 

Skráning er á https://xs.is/takathatt. Þar skráir viðkomandi sig inn með sínu eigin rafræna skilríki eða Íslykli. Þá kemur upp eyðublað sem fylla skal út ásamt því að  velja aðildarfélag.

Með því að skrá sig sem flokksfélaga, verður viðkomandi fullgildur meðlimur í Samfylkingunni og getur greitt atkvæði á félagsfundum og fleira.

Skráning sem stuðningsaðila Samfylkingarinnar 

Til að eiga kosningarétt í flokksvalinu sem stuðningsaðili þarf skráning að hafa borist fyrir föstudaginn 11. febrúar 2022 kl. 11:59. 

Skráning fer fram á https://xs.is/takathatt. Þar skráir viðkomandi sig inn með sínu eigin rafræna skilríki eða Íslykli. Þá kemur upp eyðublað sem fylla skal út. Undir flipanum „Hvaða aðildafélag?“ er skráð „Stuðningsaðili“.

Með skráningu fer viðkomandi á sérstaka stuðningsmannaskrá. Frekari upplýsingar um réttindi og skyldur stuðningsaðila má sjá hér https://xs.is/reglur-studningsmenn

Kæra sig á kjörskrá

Hægt er að senda erindi á kjörstjórn Kópavogs til þess að vera tekin/nn/ð á kjörskrá.  Þau sem uppfylla skilyrði til þess að vera á kjörskrá eru:

  1. Öll sem eru skráð sem flokksfélagi eða stuðningsaðili Samfylkingarinnar fyrir klukkan 11:59 þann 11. febrúar og eiga lögheimili í Kópavogi og hafa náð 16. ára aldri. 
  2. Námsmenn á Norðurlöndunum,  makar þeirra eða börn.

Til þess að kæra sig á kjörskrá skal senda inn erindi þess efnis til [email protected] og fylla út þetta eyðublað hér. 

Kjörstjórn mun afgreiða kærur á kjörskrá á reglulegum fundum og munu kærendur fá skilaboð um úrskurð á sinni kæru eins fljótt og auðið er.

Hlaða niður eyðublaði.