Samfylkingin

Jöfnum lífskjör og tryggjum öllum jöfn tækifæri

Fréttir Samfylkingar­innar

Hjálmar, borgarfulltrú, Hjálmar Sveinsson,

Tryggvagata – listagata

Tryggvagata er að verða ein flottasta gata bæjarins. Búið er að steypa stórt torg við Tollhúsið sem teiknað var af Gísla Halldórssyni. Óhætt er að segja að hið magnaða mósaíkverk Gerðar Helgadóttur njóti sín afar vel þegar allir bílarnir eru farnir.

Heiða Björg,

Sveigjan­leg þjónusta fyrir fatlað fólk

Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Helga Vala fréttabanner

Vernda barnaverndarlög bara sum börn?

Í barna- og barnaverndarlögum er skýrt áréttað að stjórnvöld skuli ávallt beita þeim ráðstöfunum sem ætla megi að séu barni fyrir bestu. Þá er einnig skýrt að vernda beri börn gegn hvers kyns ofbeldi eða vanvirðandi meðferð.

Þórunn,  kraginn, banner,

Heil­brigðis­þjónusta er ekki hillu­vara

Fyrir ný­af­staðnar al­þingis­kosningar var staða heil­brigðis­kerfisins, fjár­mögnun þess og þjónusta í brenni­depli. Öllum sem kynnt hafa sér málið má vera ljóst að eftir sárs­auka­fullan niður­skurð í kjöl­far hrunsins hafa ríkis­stjórnirnar sem setið hafa frá 2013 ekki haft þrek til að greiða skuld sam­fé­lagsins við heil­brigðis­kerfið.

Til­laga Sjálf­stæðis­flokksins brot á inn­kaupa­reglum borgarinnar

Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtir sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu.

Helga Vala fréttabanner

Skilja stjórnvöld ekki störf listafólks?

Það hefur mikið mætt á starfsfólki Vinnumálastofnunar undanfarin misseri. Við vinnu í velferðarnefnd Alþingis varð ég þess áskynja að skilningur kerfisins á starfi listamanna virðist nokkuð takmarkaður.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar, fjölskyldumaður og arkitekt

Sjá nánar