Ísland í samfélagi þjóðanna

Ísland á að reka mannúðlega utanríkisstefnu sem miðar í senn að því að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leggja okkar af mörkum við úrlausn þeirra risavöxnu áskorana sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland beiti sér fyrir jöfnuði og mannréttindum um allan heim og sé alltaf málsvari friðar, mannúðar, jafnréttis og lýðræðis.

Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Samfylkingin er íslenskur stjórnmálaflokkur og starfar á Íslandi en hefur alþjóðlegan hugmyndagrunn og tilheyrir alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna.

Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland beiti sér fyrir jöfnuði og mannréttindum um allan heim og sé alltaf málsvari friðar, mannúðar, jafnréttis og lýðræðis.  Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Samfylkingin er íslenskur stjórnmálaflokkur og starfar á Íslandi en hefur alþjóðlegan hugmyndagrunn og tilheyrir alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna.

Okkur sem búum í einu af ríkustu samfélögum jarðar ber siðferðileg skylda til að leggja hlutfallslega meira af mörkum á alþjóðlegum vettvangi en fátækari ríkjum er unnt. Ísland á að reka mannúðlega utanríkisstefnu sem miðar í senn að því að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leggja okkar af mörkum við úrlausn þeirra risavöxnu áskorana sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

Samfylkingin leggur ríka áherslu á að vinna að því að draga úr spillingu á Íslandi og bæta trúverðugleika Íslands á meðal þjóða.