Ísland í samfélagi þjóðanna
Ísland á að reka mannúðlega utanríkisstefnu sem miðar í senn að því að styrkja stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leggja okkar af mörkum við úrlausn þeirra risavöxnu áskorana sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.
Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland beiti sér fyrir jöfnuði og mannréttindum um allan heim og sé alltaf málsvari friðar, mannúðar, jafnréttis og lýðræðis.
Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að alþjóðasinnar snúi bökum saman, fylki sér um grunngildi opins lýðræðisþjóðfélags og standi vörð það sem áunnist hefur í alþjóðasamvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Veldu málefni undir ísland í samfélagi þjóðanna
- Inngangur
- Samfylkingin er Evrópusinnaður flokkur
- Þátttaka í varnar- og öryggissamstarfi vestrænna þjóða
- Norrænt samstarf
- Samstaða með kúguðum og jaðarsettum
- Þróttmikil þróunarsamvinna
- Gegn skaðlegri skattasamkeppni
Þátttaka í varnar- og öryggissamstarfi vestrænna þjóða
Samfylkingin styður aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og telur að Íslendingar eigi að taka virkan þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða á þeim vettvangi. Efla þarf Landhelgisgæsluna og alla öryggistengda innviði landsins, styrkja bæði björgunarsveitir og lögreglu, og tryggja betur net- og fjarskiptaöryggi landsins. Að auki hefur aðild Svíþjóðar og Finnlands að NATO aukið tækifærin til norræns samstarfs í varnarmálum og vill Samfylkingin beita sér fyrir metnaðarfullri þátttöku Íslands í því samstarfi.