tl;dr

Stefna Samfylkingarinnar í hnotskurn

20 einfaldar ástæður til að kjósa Samfylkinguna:

  1. Við ætlum að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri með nýju norrænu barnabótakerfi
  2. Við ætlum að ráðast í 50 alvöru aðgerðir í loftslagsmálum!
  3. Við ætlum að lækka leiguverð og hjálpa fyrstu kaupendum með því að byggja miklu fleiri hagkvæmar íbúðir.
  4. Við ætlum bæta líf öryrkja og eldra fólks með því að hækka lífeyri og draga úr skerðingum.
  5. Við ætlum að hækka framfærslu og frítekjumark stúdenta.
  6. Við ætlum að hækka fæðingarorlofsgreiðslur og fæðingarstyrk stúdenta og atvinnuleitenda.
  7. Við ætlum að niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir alla og gera hana alveg gjaldfrjálsa fyrir börn og ungmenni.
  8. Við ætlum að fjármagna betur heilbrigðiskerfið okkar allra og lækka kostnað fólks sem veikist.
  9. Við ætlum að tryggja almenningi meiri arð af sjávarauðlindinni - fullt gjald fyrir fiskinn!
  10. Við ætlum að klára nýju stjórnarskrána á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu.
  11. Við ætlum að sýna flóttafólki meiri mannúð og hætta að vísa barnafjölskyldum burt í ömurlegar aðstæður.
  12. Við ætlum að bæta réttarstöðu þolenda í kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum.
  13. Við ætlum að flýta Borgarlínu, byggja Keflavíkurlínu og Landlínu svo að hægt sé að ferðast um landið án einkabíls!
  14. Byggja nýsköpunarklasa í öllum helstu þéttbýliskjörnum
  15. Við erum mannréttindaflokkur sem ætlar að löggilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og vera leiðandi í málefnum hinsegin fólks.
  16. Við ætlum að lækka skatta á lítil fyrirtæki og einyrkja með sérstöku frítekjumarki.
  17. Við ætlum að tryggja ungu fólki spennandi ný atvinnutækifæri með því að fjárfesta í hugviti, nýsköpun, alþjóðageiranum og skapandi greinum.
  18. Við viljum meira alþjóðasamstarf og halda þjóðaratkvæði um ESB.
  19. Við ætlum að setja stóreignaskatt á ríkasta prósent samfélagsins, fólk sem á meira en 200 milljónir skuldlaust!
  20. Af því að við erum með skýrt plan um hvernig eigi að auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu, en hinir flokkarnir ekki.