Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Framtíð mannkyns veltur á því að ríki, stór og smá, taki höndum saman um róttækar breytingar á framleiðslu og lifnaðarháttum.

Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Samfylkingin vill að farin verði leið réttlátra umskipta í glímunni við loftslagsvána eins og alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir.

Náttúran á að njóta vafans

Íslenskt samfélag hefur náð langt í nýtingu innlendrar orku, sem er að miklu leyti endurnýjanleg, eftir mikla uppbyggingu á síðustu öld, en þessi staða hefur fengist með verulegum fórnum á náttúrusvæðum og umhverfi.

Varúðarreglan, um að náttúran skuli ætíð njóta vafans, á að vera óaðskiljanlegur hluti af efnahags- og atvinnustefnu stjórnvalda og orkunýting verður að byggjast á heildstæðu hagsmunamati og víðtæku samráði samkvæmt leikreglum rammaáætlunar.

Samfylkingin styður stofnun Miðhálendisþjóðgarðs og vill að málið verði unnið í eins og breiðri sátt og unnt er.